Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1920, Page 32

Sameiningin - 01.09.1920, Page 32
254 Mitt ættland! meö háfjöll og hvítskæran foss, viö himin þú minnist í sólroða koss, og Ægir að fótum þér vaggar svo vær, nú veit eg að elskar þig himinn og sær. Á ströndunum frammi, þá værð er um ver, þar vil eg í ljósinu dreyma meö þér þinn Jónsvökudrauminn við svefnlausa sól, er svífur um miSnótt við norðurhafs ból.” Sama skáld, Steingrímur Thorsteinsson, gjörir samanburð- inn á! hinu stríða og blíða i íslenzkri náttúru enn betur í öSru kvæSi: ‘‘Og hér eg finn þig, fósturörS, meS fjölbreyttast lyndi; meS brosin ljúf, meS hótin hörS, meS hátign, strangleik, yndi; hið efra helfríS, hrikavæn, þú hreyfir vetrarkífi, en neSra sólblíð, sumargræn, þú svellur öll af lífi.” AnnaS íslenzkt skáld kemst aS svohljóðandi niðurstöðu út af athugun hins sama: “GuS það hentast heimi fann þaS hiS stríSa—blanda blíðu; alt er gott, sem gjörSi hann.” Er þetta einungis fagur draumur skáldanna, sem á tilveru sina að eins í ímyndunarafli þeirra, en ekki í heimi veruleikans? iTil svars má halda áfram að spyrja. Er vorið draumur? Eru “brostin klakabönd” draumur? HVað segirðu um “þiðnað láð”, fossandi læki, vaknandi fjólu? Eru þau atriði draumur? HvaS segirSu um gróður sumarsins, um fullar kornstengur, um blóSrjóð epli? Eru þau draumur? Hvað segir þú um frjófg- andi dögg, endurnærandi skúr, og um fram alt um sólina, sem alt vekur til lífs, er lifaS getur? “Þú kemur, fjalliS klöknar, tárin renna, sjá, klakatindinn roSna, glúpna, brenna.” Skyldi ekki sólin vera vottur kærleika Guðs í náttúrunni ? Að spyrja, er aS svara í þessu tilliti. í náttúrunnni er auövitað ekki meðvitund um fórn. Eftir hlutarins eðli hlýtur það að tilheyra æöri tilveru. Það er ekki fyr en komið er upp í ríki mannsandans, sem slíkt getur átt sér stað; en blíöan, yndisleikurinn og þessi yfirfljótanlegu gæði

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.