Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1920, Qupperneq 35

Sameiningin - 01.09.1920, Qupperneq 35
257 Menn hafa því fundiö þaö ráð, aö vera í hópum og gjöra samtök. Heimili, bæjarfélag, verzlunarfélag og þjóðfélag, eru slík samtök. Stundum eru samtök þessi gjörö af hreinum kær- leika, stundum að eins fyrir hagnaðarsakir. Stórkostlega miki& af samtökum heismins eru gjörð af þeim ástæðum, að einstak- lingarnir sjá sér þann einan veg færan til að koma sjálfum sér á- fram. Þrátt fyrir samtök getur þvi eigingirnin ríkt sem einvöld drotning. Guð hefir gefið manneðlinu of mikið af móðurást, vinskap, félagslyndi, fórnfýsi, til þess að láta það komast í hendur á slíkri drotningu. Þó sumum virðist hún fögur mær, sitjnadi á gullstóli og greiðandi fagra lokka sína með gullkambi, er hún samt hin argasta skessa, sem alt gott og guðlegt hatar. 1 raun og veru er, samkvæmt þessu, kærleikurinn manneðl- inu óhjákvæmileg nauðsyn. Guð skapaði manninn í sinni mynd. Guð er faðir kærleikans. Maðurinn átti að vera barn kærleikans. Hann hefir, þvi miður, oft gjört sig að barni djöfulsins, sem hat- ar, og þar af stafa misfellurnar og tjónið á mannlífsbrautinni. Hugsjón kærleikans viðvíkjandi mannlífinu, hlýtur að vera í algjörðri mótsögn við eðli djöfulsins, hatursins, eigingirninnar og alls konar Loka-liðs. f stað þess að hinn sterki brjótist áfram og merji sundur alla þá veiku, sem hann getur, hlýtur hugsjón kærleikans að vilja öllum vel, einnig hinurn veiku, og vegna þess að hinir veiku hljóta að verða undir í samkepninni, nema þeim sé aðstoð veitt, eða þá hákarlar mannlífsins hindraðir frá því að hremma og gleypa, sem kemur i sama stað niður, hlýtur þessi mannfélagshugsjón að veita öllum hinum veikari sérstaka vernd. Hvað segir kristindómurinn um hina veikari? Hver er boðskapur hans um lítilmagnann ? Eitthvað nálægt 700 árum fyrir Krist var uppi i Júdaríki frá- bært andans stórmenni, spámaðurinn Jesaja. Ekkert annað ít- urmenni gamla testamentisins sá eins skýr'ar myndir af guðdóms- eðli frelsarans og framtíðarinnar eins og hann. Hinn líðandi Messías fyrir syndir mannkynsins og útbreiðslu hins sanna guðdómsboðskapar meðal heiðingjanna sá hann svo skýrt og lýsti svo vel, að umsögn hans líkist helzt frásögu, sem samin hefði verið eftir að viðburðirnir áttu sér stað. Ein hin fegursta mynd hans af mannkynsfrelsaranum birtist í upphafi fertugasta og annars kapítulans:: “Sjá þjónn minn, sem eg leiði mér við hönd, minn útvalda, sem sál mín hefir velþóknun á, eg mun Jeggja anda minn yfir hann, hann mun boða þjóðunum rétt. Hann kallar ekki og hefir ekki háreysti og lætur ekki heyra raust sína á strætunum. Brák-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.