Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1920, Page 39

Sameiningin - 01.09.1920, Page 39
261 miskunnaði sig yfir einstakling nýkominn úr fangelsi, er hvergi hafði höfði sinu að að halla. Svo hefir starfið haldið á- frarn að kreiða vængi líknar sinnar yfir allar tegundir neyðar. Nú breiðast sjúkrahús, gamalmennaheimili, bamaheimili og margvíslegar aðrar stofnanir til aðstoðar þeim, sem á miskunn og mildi þurfa að halda, út um alla jörðina. Og seint og snemma, i tíma og ótíma, hefir kirkjan allsstaðar þar, sem hún hefir verulega fært sér í nyt hnossið það, að halla sér upp að kærleikslbrjósti frelsarans, leitast við, frá prédikunar- stólnum, að vekja miskunnaranda í brjóstum allra hinna sterkari gagnvart öllurn hinum veikari. Kirkjan hlýtur, þar sem hún er sönn, að hafa sama hjarta- lag og frelsarinn, það, að vilja ekki brjóta hinn brákaða reyr. Hinn fyrsta dag ágústmánaðar 1914, þegar Þýzkaland sagði Rússlandi stríð á hendur, hófst hinn ægilegasti hildarleikur, sem átt -hefir sér stað i þessum heimi. Þeir, sem hrundu því trölla- ati af stað, nokkrir menn, leiðtogar Þýzkalands og Austurríkis, höfðu í huga þann hræðilegasta tilgang, sem menn hafa nokkurn tíma -haft, að láta dýrið- stjórna heiminum, láta afl hins sterka verða eina ráðandi aflið. Til skýringar skal það tekið fram, að Þýzkaland og Austur- ríki voru ekki ein um þennan anda, því hann var í öllum löndum, meira eða minna; en hann fékk sína ákveðnustu og tröllslegustu rnynd í Þýzkalandi. Ávöxturinn kom líka í ljós, þegar fyrstu daga strísðins, með því að virða að vettugi réttindj litilmagnans, traðka undir fótum viðurkent sjálfstæði smáþjóðanna, Belgíu og Luxemburg. Af hálfu Þýzkalands var stríðið, því nær frá bvrjun, gjört ekki einungis að vanalegu skaðvænu styrjaldardýri, heldur að hinni hryllilegustu ófreskju, sem engin takmörk þekti. Það var einn hluti af útreiknuðu, fastákveðnu áformi, að láta afl stríðsins vera svo geigvænelgt, hryðjuverkin svo takmarkalaus og sam- vizku svo óhindrað, að heimurinn yrði skelkaður, félli að fótum liins sterka, og dýrkaði mátt sverðsins og kúgarans. Af hálfu bandamanna varð stríðið mjög eðlilega sjálfsvörn, en að því er snertir brezka ríkið, var tilgangurinn einnig vernd litilmagnans. Jafnt og þétt var því haldið fram, að samningar milli þjóða væri helgidómur, sem ekki mætti lítilsvirða, að smá- (þjóðirnar hefðu sama rétt til lifsins og hinar stærri og smáþjóð- irnar ættu því að njóta verndar hinna stærri, svo enginn traðkaði á rétti þeirra. Leiðtogar Englands, t. d. Lloyd George og Winston Church- ill, héldu því fram, að tilgangur þeirra með styrjöldinni væri

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.