Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1920, Síða 43

Sameiningin - 01.09.1920, Síða 43
265 í þessu. landi, er víöa í fjötrum ýmissa eigingjarnra afla, sem söfnuði hennar stySja. Rómversku kirkjunni hefir verið legitS á hálsi fyrir þaS, aö hún sækist um of eftir veraldlegum valdasessi. Aðfinslan er ná- kvæmlega rétt, en þaiS er líka fjarlægt anda Jesú Krists o ifornkirkjunnar, aö gjöra kirkjuna aö auvirðilegri ambátt hins veraldlega valds. Hvernig kirkjan getur unniö sem mest fyrir þjóöfélagiö án þess að lenda í freistingarsnörum rómversku stefnunnar, er ef til vill vafamál, sem aldrei veröur algjörlega leyst, en þaö er víst, hvað annaö sem er óvíst, kirkjan má aldrei láta hinn brákaða reyr mannfélagsins vera sér óviökomandi. Sérstaklega er mikil þörf á lifandi, kröftugu oröi kirkjunn- ar á þessum tímum. En þá veröur hún aö athuga uppsprettu alls þess kraftar, sem hún getur eignast og að liði getur oröiö í út- breiöslu Guös ríkis á jörðinni. “Hver sem drekkur af því vatni, sem eg mun gefa honum’’, ’ segir Je&ús við samversku konuna, “hann mun aldrei aö eilífu þyrsta, heldur mun vatn það, sem eg mun gefa honum, verða í honum aö lind, er sprettur upp til eilífs lífs.” “Viö þennan brunninn þyrstur dvel eg, þar mun eg næga krafta fá.” Við þann brunninn veröur kirkjan stööugt aö endurnýja krafta sína. Meö elsku Krists í hjarta sínu verður hún svo að fara út í mannlífið, út á götur og gatnamót, koma til allra manna með djarfan og kærleiksríkan boöskap sinn, ganga ekki fram hjá nein- um aumingja, athuga þaö sem að er í þjóðfélaginu og berjast með alvæpni Guðs á móti syndinni á hæstu stöðum, engu síður eq hinum lægstu. “Sjáið til,” segir Jesús, “að þér eigi fyrirlítiö neinn af þess- um smælingjum, þvi aö eg segi yður, að englar þeirra á 'himnum sjá ávalt auglit föður míns, sem er á himnum.” (Matt. 18, io). í 14. kap. í spádómsbók Hósea standa þessi orð: “Eg vil verða ísrael sem döggin; hann skal blómgast sem lilja og skjóta rótum sem Kíbanonsskógur. Frjóangar hans skulu breiöast út og toppskrúðiö verða eins og á olíutré og ilmur hans verða sem Libanonsilmur. Þeir, sem búa í skugga hans, skulu aftur rækta korn og blómgast eins og vinviður.” Ef kirkjan vinnur verk sinnar heilögu köllunar bæði fyrir einstaklinga og þjóðfélög, reynast þessi fögru, skáldlegu spá- mannsorð einhvern tima sönn lýsing, ekki einungis á Israels-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.