Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1920, Side 44

Sameiningin - 01.09.1920, Side 44
/ 266 þjóöinni, heldur öllu mannkyninu, en þá veröur hún aö halda sér fast upp aö brjósti hans, sem aldrei braut hinn brákaöa reyr. --------o-------- Kirkjan og vandamál mannfélagsins. Upphaf að trúmála-umræðum, flutt á síðasta kirkjuþingi í Mozart, Saskatchewan. Eftir séra SigurS ólafsson. Þín kirkja, góði Guö, þú gef að standi um aldir óbifuð af öllu grandi, og orðið þitt til enda heims að megi til Jesú lýsa lýð, sem leiðarstjarna blíð á vorum vegi. Orðin í þessu sálmsversi endurhljóma tilfinningar allra þeirra, sem elska kirkjuna og boðskap hennar. Þau eru töluð úr hjörtum kristins fólks hvarvetna. Um leið og vér fögnum yfir náðarboðskap Guðs, eins og hann er opinberaður í lífi og kenningum Jesú Krists, þá býr jafnframt í hjörtum vorum örugg vissa um það, að þessi stofnun, kirkjan, sé með boðskap sínum máttug að bæta úr meinumí einstaklinga og þjóða alt til heimsloka. Þessi trú á kraft kirkjunnar og boðskap þann, sem hún flyt- ur, er ekki bygð í lausu lofti; hún er ekki rótfest á jafn-ótraust- um grundvelli eins og tilfinningum eða vonum breyskra manna. ■Nei, hún er grundvölluð á orðum frelsarans sjálfs. Kristið fólk gleðst af því, eins og skáldið kveður, að— “Þó háfjöllin riði, ei hreyfist þín náð, það haggar ei friði, sem hjá þér var skráð.” Saga veraldarinnar sýnir, að þegar kirkjan var stofnsett, var ástand heimsins ísjárvert og hættulegt í fylsta skilningi. En jafnframt sýnir saga heimsins, ekki síður en saga kirkj- unnar það, að hin nýja stofnun hafði kraft í sér fólginn, kraft, sem breytti mönnum og lífsstefnum þeirra, með öðrum orðum: gerði þá að nýjum og betri mönnum. Og áhrifin urðu greinileg og ljós, áður langar stundir liðu. •Hinn sami kraftur hefir sýnt sig á ýmsum tímum liðinm alda; og vér, sem nú lifum, höfum af reynslunni lært þennan sannleika á ný. Striðið ný-afstaðna sannar það, að enn hefir kristin kirkja

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.