Sameiningin - 01.09.1920, Side 50
272
En allar þannig lagaðar hreyfingar eru vottur þess, aö kristnin
þarf, meS lifandi áhuga á öllum málum mannfélagsins, að standa
örugg og stööug i broddi fylkingar í hópi þeirra, er berjast fyrir
sönnum umbótum á öllum svæöum. í mentamálum, í löggjafar-
málum, i öllum málum þarf andi frelsarans, hinn sanni umbóta-
andi, aS ríkja yfir allri hugsun og framkomu. Engum dylst
þaS, aS margt, velflest af sönnustu umbótum hafa líka verið
kirkjunni á ýmsum öldum aS þakka.
Og aftur á móti getur hitt ekki dulist, aS stærsta meiniS í
kirkju vorra tíma er þaS, að materialisminn, efnishyggju-stefnan,
hefir náS tökum á fólki því, er kirkjunni tilheyrir. Of-margt er
mælt á mælikvarSa heimsins, sem hefir lagt aSal-áherzlu sína á
peningagildi. Kirkjan, fólk hennar og prestar, sækjast um of
eftir lofi heimsins og hylli hans, en skeyta minna um hylli GuSs.
— Þetta er talaS til vor allra.
Mörg eru vandamálin, sem blasa viS kirkjunni nú á dögum.
Þau eru ofarlega í Ihugum vorum, og hreinskilninnar vegna get-
um vér ekki gengiS fram hjá þeim, án þess aS minnast á þau,
jafnvel þó slíkt væri vinsælla. Tími leyfir ekki annaS, en fara
fljótt yfir sögu.
Vorleysingarnar, sem komu aS afloknum vetri stríSsins, hafa
veriS meS ýmsu móti. Einn af þeim nýgræSingum, sem sú leys-
ing virSist vera aS gróSursetja, er andatrúin. AS sönnu er hú»
ekki ný, hún var til á dögum gamla testamentisins. En stríSi®
gaf henni byr undir báSa vængi.
Ástvinamissirinn hefir komiS mörgum til aS villast út á
þessa braut. HiS óttalega kveljandi vonleysi hins vantrúaSa
manns er óbærilegast þegar ástvinirnir eru hrifnir í burt. Hanti
leitar, en í leit sinni villist hann.
Um marga af oss má segja, aS “Vér týnum oft Jesú”. 'MeS
augun full af tárum og hjartaS fult af sorg, hafa svo f jölmargír
vilst inn í hina skuggalegu sali andatrúarinnar. LeiSin þangaS
er greiS, en brottgangan er örSug. ASrir flækjast þangaS af ýms-
um öSrum ástæSum.
Þennan sannleika horfumst vér þá í augu viS, sem stendttr,
aS þessi alda gengur yfir lönd og fer fjöllum hærra. AllvíSa
hefir kristiS fólk flækst í tilraunavef þeim, sem slíkri trú er
samfara.
Svo vill og til aS blöSin, stórblöSin mörg, sér í lagi N'orth-
cliffc blöSin á Englandi, hafa nú tekiS þetta upp á dagskrá sína,
og fylla dálka sína meS ritgerSum um þessi efni.
Hver er svo afstaSa kirkjunnar yfirleitt í þessu efni? Nærri
undantekningarlaust er kristin kirkja andatrúnni mótstæS. Lunnd-
únabiskupinn lýsti, fyrir ekki löngu síSan, banni sinu yfir öllum
slíkum tilraunum.
Kirkjan er mótfallin “rannsóknum” þessum fyrir þá sök
fyrst og fremst, áS hún telur þær andvígar orSi Drottins. f ann-