Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1920, Side 59

Sameiningin - 01.09.1920, Side 59
281 þeirra var búinn að tapa öllum eigum sínum í gróSabralli og þau eru nú öreigar.” “Er ekkert eftir?” “Ekki eitt cent. ÞaS veröur aö selja fallega húsiö þeirra og öll húsgögn ilpp í skuldir, og þau eiga ekkert eftir. Móöur- systir þeirra ætlar aö taka Lucillu til sín, og eg er hræddur um að aumingja stúlkunni bregöi viö eftir alt dálætiö.” “En hvaö þaö. var sorglegt,” sagöi Mrs. Brown. “Já, þaö er sannarlega sorglegt,” svaraði presturinn. “Þaö er enginn efi á því, aö áhyggjurnar hafa flýtt fyrir dauöa aum- ingja Cranes. Og eg veit ekkert, hvað um Pál verður. Hann er vel gefinn; en hann hefir vaniö sig á iðjuleysi og er öllum störf- um óvanur; og það verður erfitt fyrir hann aö fá nokkurs staö- ar atvinnu, eins og hann er kyntur.” Bben sat hugsi á meðan presturinn var aö segja þessa raunasögu. “Hvernig ber Páll sig?” spurði hann. “Hann sér sárt eftir þvi, hvernig hann hefir farið aö ráöi sínu,” svaraöi presturinn. “Hann er í raun og veru vænn piltur; en gjálífis-félagsskapurinn, sem hann lenti í, spilti honum. Hann hafði of mikið eyðslufé.. Hann sér nú í hvaöa félagsskap hann hefir verið. Ekki einn einasti af þeim, sem hann lagði lag sitt við, hefir sýnt honum neina hluttekningu eöa boðist til aö greiöa götu hans. Eg veit ekkert hvernig á aö fara að því að hjálpa honum.” “Eg get það,” sagöi Eben. Svo sagöi hann prestinum frá at- vinnunni, sem hann átti kost á hjá frænda sínum. “Eg tek boöi hans og tek Pál með mér, ef hann vill koma.” “Þú ert góöur drengur, Eben,” sagöi Mrs. Brown, “og eg virði þig fyrir þetta meir en eg get sagt þér frá. Þú erfir ekki viö hann hvernig hann kom fram við þig.”Svo sagöi hún prest- inum frá því, hvernig systkinin hefðu lítilsvirt Eben. “Eg þóttist verða var við það, þegar þau hittust í bankanum ekki alls fyrir löngu,,” svaraöi presturinn alvarlegur. “En Páll er breyttur. Eg er viss um, að hann tekur þessu boði fegins hendi, og eg þykist þess fullviss af því, sem við höfum talaö sam- an, aö hann muni reynast vel. Hann fær þá að minsta kosti tækifáeri til aö sýna hvað í honum býr.” “Við skulum koma til hans undir eins og tala um þetta við hann,” sagöi Eben. Presturinn stóð hvatlega á fætur og lagði hendina á öxl E'ben: “Þetta er fallega gjört af þér, vinur minn. Viö skulum nú fara og finna Pál.”

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.