Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1920, Page 63

Sameiningin - 01.09.1920, Page 63
285 1. Hver er frelsarinn? Hann er “sannur GuS, af föðurn- um fæddur frá eilífð”, kominn í heiminn til þess aÖ frelsa okk- ur frá syndunum og gjöra okkur að Guðs Ibörnum. 2. Hvernig er hann í heiminn kominn? “Hann tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur”. Fæddist af mannlegri móður. 3. Hvað hét móðir hans? María, frá Nazaret í Galíleu. 4. Átti hann mannlegan föður? Nei, en Jósef, er gekk að eiga Maríu, var fósturfaðir 'hans. 5. Hví var hann látinn heita Jesús? Nafnið þýðir “frelsari”. Hann kom í heiminn til þess að frelsa menn- ina. 6. Hvað þýðir nafnið Kristur? pað þýðir “hinn smurði”, og átti að tákna konungstign hans, af því Jesús er konungur allra þeirra, sem trúa á hann. petta nafn (á hebresku Messías) var honum gefið í spádómum gamla testamentisins. 7. Hvar fæddist hann? í bænum Betlehem í Júdeu. 8. Hverj- ir komu þangað til að sjá hann? Vitrir menn úr Austurlönd- um. Guð hafði látið þá sjá nýja stjörnu á himninum, og birt þeim það, að frelsarinn væri fæddur. 9. Hver réð þá yfir Júdeu? Heródes konungur, eða réttara sagt jarl Ágústusar keisara í Róm. 10. Hvernig varð honum við, þegar vitringarn- ir boðuðu fæðing frelsarans? Hann hélt, að hið nýfædda kon- ungsbarn myndi steypa sér eða ætt sinni frá völdum, og ásetti sér að deyða ungbarn þetta. 11. Hvaða slægðarbragði ætlaði hann að beita? Hann bað vitringana að koma til sín og segja sér, hvar hann gæti fundið barnið. 12. Hvernig frelsaði Guð barnið heilaga úr þessum lífsháska? Hann aðvaraði bæði vitr- ingana og Jósef í draumi, svo að þeir fóru heim til siín án þess að sjá Heródes aftur; en Jósef flýði með Maríu og ungbarnið til Egyptalands. 13. Hvað gjörði Heródes þá? Hann lét deyða öll ibörn innan við tveggja ára aldur, í Betlehem og grendinni. 14. Hvað lærum við af lexíunni? a. Við lærum um miskunn Guðs, sem elskaði iheiminn svo mikið, “að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, ekki glat- ist, heldur hafi eilíft líf.” b. Við lærum um trúfesti Guðs. Öll hans fyrirheit standa stöðug og óhagganleg að eilífu. Sjö hundruð árum áður, hafði Guð látið spámann sinn segja það fyrir, a frelsarinn skyldi fæðast í Betlehem, og nú rættist það. c. Við lærum um handleiðslu Guðs. Hvernig, hann hjálpar þeim, sem í einlægni og auðmýkt leita sannleikans -— eins og vitringarnir; hvernig hann lætur slægð og grimd vondra manna — eins og Heródesar — bíða ósigur, þegar þeir setja sig upp á móti vilja hans; hvernig hann vakir yfir börnum sínum og verndar þau, eins og hann verndaði barnið heilaga frá háska þessum. II. LEXÍA — 10. OKTÓBER Skírn Jesú og freisting—Matt. 3, 13—4, 11. Minnistexti: pessi er minn elskaði sonur, sem eg hefi vel þóknun á—Matt. 3, 17.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.