Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1920, Page 66

Sameiningin - 01.09.1920, Page 66
288 fyrir söfnuSinn, á þriöjudagskvöld, 24. ágúst. Töluöu þar þrír prestar, þeir séra FriSrik, séra Hjörtur og séra Jónas. Samkoman var vel sótt. Opinn t'úmálafundur var haldinn í sama húsi næsta kvöld. Þar fluttu þeir erindi séra Jóhann, séra Jónas og séra Sig- uröur Christopherson. Séra Rúnólfur las upp skrifaö erindi eftir séra Adam, sem ekki gat verið á fundinum. Umræðuefnið var: lcstur heiagrar ritningar. Á prestafundinum var meðal annars rætt um þjóðernismálið. Samlþyktu prestarnir í einu hljóði að þeir skyldu taka höndum saman um það mál, og styðja af alhuga hverja heilbrigða hreyfing eða starfsemi, sem til liðs gæti orðið vestur-íslenzku þjóðerni. Séra Rúnólfur Marteinsson hefir tekið að sér að veita Jóns Bjarnasonar skóla forstöðu næsta vetur. í orði hafði verið áður, að hann legði það verk niður og tæki að sér fjáfsöfnun í þarfir skólans. Séra Rúnólfur hefir átt miklum vinsældum að fagna meðal almennings, síðan hann tók við starfinu. Auk forstoðumanns verða við skólann tveir ágætir kennarar, ungfrúrnar Salóme Halldórsson og May Anderson. Þrír menn hafa nú lofað sínum fimm hundruð dölunum hver í byggingarsjóð skólans: Árni Johnson í Mozart, Sask.; O. W. Olafson, ráðsmaður á Betel, og ónefndur maður í Minneota, Minn. “Drottinn hefir ekki látið mig svelta hingað til, og eg býst við, að hann láti mig ekki líða hungur, það sem eftir er æfinnar.” Þessi orð talaði nýlega sá maðurinn, sem lang-dægst laun hefir af öllum prestum kirkjufélagsins, og eitthvert erviðasta prestakallið. Það er séra Sigurður S. Christopherson. Orðin voru svar við þeirri spurn- ing, hvernig hann gæti lifað við önnur eins kjör. Þau voru töluð blátt áfram og í fullri hjartans einslægni; báru engan keim af sjálfs- hóli, píslarvættis fjálgleik eða neinu þess háttar. Þó geta félags- bræður séra Sigurðar, bæði lærðir og leikir, haft gott af að íhuga þetta svar. Kirkjunni verður því betur borgið, sem almenningur læ'ir betur að meta kosti þá, sem þar koma í ljós þrautseigjuna, fórn- fýsina, traustið á Guði. Og embættisbræður séra Sigurðar, sem) flestir eiga fult i fangi með að komast af við miklu bærilegri kjör„ eiga að læra það af honum að æðrast ekki né gefast upp, þótt þeir verði að neita sér um margt í þessu árferði. Að þessu sinni koma út tvö blöð af “Sam.” í einu — fyrir ágústt og sept'ember. Október-blaðið kemur svo út í septemberlok, í sama mund og september-blaðið væri prentað, ef haldið væri í sarna horíi og áður með útkomuna. Sameiningin hefir oftast nær orðið síðbúim, ^>g ekki komist út fyr en í lok þess mánaðar, sem það og það blaið var kent við. Með því að gefa nú út tvöfalt tölublað, kemst septena- ber-blaðið út í býrjun mánaðar síns, og verður reynt að halda í þvi horfi með blaðið eftirleiðis.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.