Búfræðingurinn - 01.10.1951, Síða 9
BÚFRÆÐINGURINN
7
bæði dugandi og hugkvæmur, svo að hann kunni að leysa verk
sín vel af hendi.
Árið 1932 fór Ólafur til Noregs til þess að leggja stund á
frekara landbúnaðarnám. Dvaldist hann þá lengst að Ási, við
búnaðarháskóla Norðmanna. Og víðar fór hann um Noreg.
Mesta rækt mun liann hafa lagt við það, að kynnast notkun og
gerð garðyrkjuvéla, og nýjungum þeim um búnaðarmál, sem
ætla mátti að kæmu að beztum notum hér heima.
Eftir að Ólafur kom heim úr utanför sinni réðst hann til
Búnaðarsambands Suðurlands, og varð ráðunautur þess í nokk-
ur ár. En í ársbyrjun 1939 var hann ráðinn af stjórn Búnaðar-
sambands Skagfirðinga til þess að gegna ráðunautsstörfum í
Skagafirði. l'á varð hann og framkvæmdastjóri margþættra og
víðtækra ræktunarframkvæmda, er þá voru að hefjast á vegum
sambandsins.
Það mun vera einróma álit búfróðra manna, að stjórn og
framkvæmdarstjóri Búnaðarsambands Skagfirðinga hafi haf't
íorgöngu um ræktun héraðsins af stórhug og miklum myndar-
brag nú s.l. áratug, þrátt fyrir eri'iða aðstöðu um fjáröflun,
vélakaup o. m. fl. Ólafur vann hjá Búnaðarsambandinu þang-
að til hann var þrotinn að heilsu á s.l. vetri. Starf hans var að
ýmsu leyti vandasamt og margþætt, enda fyrir fjölmarga að
vinna. Margar nýjungar þurfti að athuga, svo að sjaldan var
hægt að fara troðnar slóðir. En Ólafur var ágætur jarðræktar-
maður og hafði aflað sér víðtækrar þekkingar um ræktunar-
mál. Hann var hagsýnn, smekkvís og vandvirkur við hvaða
starf, sem hann tók sér fyrir hendur. Honum var og lagið að
gefa sér góðan tíma lil þess að taka annarra tillögur til athug-
unar. Þó var hann flestum mönnum ólíklegri til þess að láta
aðra leiða sig frá því, sem hann taldi rétt eða nauðsynlegt. Af
þessu lilaut hann gott traust liænda, og aldrei heyrðist nokkur
maður bregða honum um það, að hann hefði gert skakkar mæl-
ingar eða gefið óhyggileg ráð. Munu þess fá dæmi um mann,
sem þurfti að vinna að fjölbreyttum störfum fyrir svo marga.
Skömmu eftir að Ólafur varð ráðunautur Skagfirðinga
samdi hann starfsreglur eða jarðræktarsamþykkt með stjórn
sambandsins, sem síðan hefur verið unnið eftir. Samþykkt