Búfræðingurinn - 01.10.1951, Síða 12
Avarp
flutt í samsceti búfrœðinga frá
1925 að Hólum í Hjaltadal
1. júlí 1950
Þegar sól er yfir Tindastól og varpar gullnum geislum á
Elliða, Hólabyrðu og aðra fjallatinda, sem umlykja Hjaltadal,
— þegar blámóða kvöklkyrrðarinnar vefur liann í mjúkan faðm
sinn — þegar fuglasöngur dagsins liefur hljómað, en gtóandi
vorsins klætt hlíðar og hóla í möttul grænna grasa, þá er upp-
rennandi sumar að magna seið að öllum þeim, sem eitt sinn
hafa litið dalinn í slíkri dýrð.
Þá er æskan dauð í æðum þeirra, sem ekki láta leiðast og
ltvarfla í dalinn — Hjaltadal, eða aðra sumarfagra sveit — til
þess að njóta þeirra dýrðlegu stunda, sem dásemd sumarsins
skapar. Þeir, sent eitt sinn hafa lifað slíkar stundir hér á Hól-
um, minnast þeirra eflaust alla æfi.
Á Hólum er það fleira en vorfegurðin, sem seiðir og laðar.
Um aldir hefur sá orðstír héðan borizt, sem í brjóstum ung-
menna hefur magnað og skapað þrá til þess að verða þátttak-
endur í verknaði, sem nokkurs er metinn sem orð fari af, sök-
um þess að mikilsverður sé fyrir land og þjóð.
Hversu margir unglingar eiga jrá J:>rá, sem í brjósti blundar
og útrásar krefst einhvern tíma, að mega afreka nokkuð og
skapa orðstír eins og Jrann, sem var um biskupinn á Hólum, er
„með listaljóma lýsti jtjóð“ — og „lék á hörpu hymnaljóð“, en
svo kvað Matthías um Jón Ögmundsson.