Búfræðingurinn - 01.10.1951, Side 13
BÚFRÆÐINGURINN
11
Mversu margir unglingar mundu ekki gjarnan vilja standa í
sporum Guðmundar góða, sem vígði land og helgaði hluti?
Hversu margir hafa ekki litið upp til skapfestu og karlmennsku
Jóns Arasonar, sem reistur er nú minnisvarði hér á Hólum, og
liver mundi sá, er ekki gæti óskað þess að skapa eitthvað nýtt,
leggja hornstein menningarþáttar eða manndáða eins og Guð-
brandur Þorláksson, þegar liann hóf prentun hér á Hólum og
lagði hornstein að útbreiðslu bókmennta á íslandi með útgáfu
Guðbrandsbiblíu.
Þá væru ungmenni Islendinga á okkar dögum ættlerar, ef
ekki ættu í brjóstum þrár, brennandi eða blundandi, til þess
að mega afreka eitthvað og verða stórmenni í líkingu við þessa
menn og aðra, sem gert hafa sitt til Jress að skapa Jrann ljóma,
er um langvegu hefur stafað frá Hólastað.
Um aldir liefur oi'ðstír héðan borizt, og þó að um skeið yrði
hér bláþráður í uppistöðu þeirri, sem um aldir var spunnin á
Jressum stað, megnaði forn frægð að halda heiðri staðarins á
lofti. Því var menntastofnun hér á fót sett 1882, menntastofn-
un bændanna, J^ar sem áður hafði verið starfandi latínuskóli,
sem menntaði presta.
Með sanni verður sagt, að ])á væri forn frægð staðarins að
undirstöðu höfð, Jró að lítt ættu hinar fornu menntir skylt við
þá lind nýrra mennta, sem nú skyldi héðan streyma til búand-
karla um gjörvallar sveitir landsins. Sýnilegar minjar voru
Hestar grasi giónar, og verksummerki eru fá hér á Hólum frá
l>eim tímum er umrædd stórmenni og aðrir höfðingjar réðu
hér húsum og höfðu mannaforráð.
Með stofnun bændaskólans hófst nýr þáttur athafna hér á
Hólum, — þáttur, sem ef til vill hefur ekki enn aflað eins víð-
fleygs orðstírs og gerðist á öðrum menningartímabilum Hóla-
staðar, en vonandi eru varanlegri þau verk, sem sjá má hér um-
hverfis og votta Jrað, sem hér hefur verið mótað og meitlað hin
síðustu ár.
Ekki skal staðhæft, að fjöldi Jreirra, sem sótt hafa hingað til
náms J^au tæplega 70 ár, sem bændaskólinn hefur starfað hér,
hafi gert Jaað, knúnir af þrá til Jjess að verða mikilmenni á borð