Búfræðingurinn - 01.10.1951, Síða 16
14
BÚFRÆÐINGURINN
I>að er ekkert nýmæli né al mér upp fundin sannindi, að
skóli — og þá sérstaklega heimavistarskóli — er heimili og upp-
eldisstofnun í senn, og veltur það á nokkru fyrir framtíð þeirra,
er þar eiga til manns að mótast, hver er stjórn og starfsreglur á
því heimili.
Þetta gildir um bændaskóla eins og aðra skóla, jafnvel þó að
þangað sæki yfirleitt þroskaðri menn en í ýmsar aðrar mennta-
stofnanir.
Hér nutum við félagar leiðsagnar Páls Zóphoníassonar sem
kennara og skólastjóra, og lieimili þeirra Páls og Guðrúnar var
á ýmsan hátt samtvinnað þeim þáttum orða og athafna, er
okkur skyldi móta.
Þegar máli mínu er hér komið, lilýt ég að ávarpa með nokkr-
um orðum sérstaklega þá aðila, sem réðu þá húsum og athöfn-
um er við dvöldumst hér við nám. í því persónulega ávarpi
mæli ég fyrir munn okkar allra — félaganna.
Eins og aflviði þarf í byggingu bverja, svo er og með skóla.
Fyrrum var jafnan á þann hátt byggt, að einn viður í húsi
hverju var sterkastur allra. Var sá meginás kallaður. Stundum
voru meginásar tveir í húsinu. Á þeim var allt traust fest —
jreir báru og þunga annarra viða. í námi okkar og starfi hér á
Hólmn á árunum 1923—25, leituðum við trausts og halds hjá
skólastjóranum okkar, Páli Zóphoníassyni. Þar var aflviður,
sem ekki brást. Þegar öðrum kennurum okkar hefur verið
vottað þakklæti fyrir þeirra ldutverk, þá skyldi sízt gleyma hin-
um góða aflviði.
Búskapur hér á Hólum var þessi ár í ýmissa höndum, og
mun það ekki margt, sem í hugum okkar festist og til fyrir-
myndar varð síðar frá hinu hagnýta, daglega starfi, annað en
það, sem kvöð námsins lagði okkur á herðar að læra sérstaklega.
En það veganesi, sem þú, Páll, lézt af mörkum og við skyld-
um safna í sjóð fræða og efla skyldi dómgreind okkar, var alltaf
vel úti látið, og ég veit, að margir hafa ávaxtað það, sumir
ágætlega, aðrir eitthvað miður — eins og gengur. Það, sem þú
úthlutaðir, Páll, var aldrei við nögl skorið, og aldrei var það
tilvil junarkennt fálm. Við minnumst þeirra stunda, er torveld-