Búfræðingurinn - 01.10.1951, Síða 21
BÚFRÆÐINGURINN
19
vera þátttakandi í skólafélagamóti að Hólum og biður jafn-
framt um tillögur til dagskrár fyrir slíkt mót.
Áður hefur Gísli átt tal við skólastjórann á Hólum um þetta
efni, og liefur hann tjáð sig fúsan að greiða fyrir þessu máli og
annast undirbúning heima á staðnnm.
Bárust Gísla samhljóða svör frá flestum bekkjarbræðrunum
á þá leið, að þeir teldu æskilegt og skemmtilegt, ef hægt væri
að stofna til mótsins.
Hinn 10. maí var svo samin dagskrá heima hjá Gísla Krist-
jánssyni í R'eykjavík. Tillögur um fyrirkomulag mótsins höfðu
borizt frá Birni Þórðarsyni og Daníel Guðjónssyni, og voru
þær lagðar til grundvallar í aðalatriðum.
Ákveðið var að mótið skyldi fara fram að Hólum dagana 1.
og 2. júlí. Þá var og ákveðið að láta gera málverk af Páli
Zóphoníassyni, fyrrverandi skólastjóra, sem Hólaskóla yrði svo
afhent að gjöf frá hinum gömlu nemendum.
Þessir skyldu boðnir til mótsins: Páll Zóphoníasson, búnað-
armálastjóri, frú Guðrún Hannesdóttir, Friðbjörn Traustason,
söngkennari á Hólum, frú Hildur Björnsdóttir, frú Ásta Magn-
úsdóttir, Vigfús Helgason, kennari, og Kristinn Guðmundsson,
fyrrverandi kennari í jarðvinnslu. Að sjálfsögðu skyldi og boð-
ið öllum núverandi kennurum og aðstandendum Hólaskóla.
Hinn 1. júní sendir svo Gísli Kristjánsson aftur út bréf til
allra hlutaðeigandi skólafélaga, ásamt dagskránni, og hvetur
alla til að mæta vel og stundvíslega, en samkvæmt dagskrá
skyldu allir vera rnættir fyrir hádegi laugardaginn 1. júlí.
I íklegt er að hinir gömlu nemendur hafi hugsað til þessa
móts með barnslegri tilhlökkun, en þó hefur þeim kannske
fundizt um leið, að nú yrðu þeir, eftir þessi 25 ár, sem fram-
andi gestir að Hólum, og því mun nokkur eftirvænting hafa
ríkt með þeim síðasta áfangann til mótsins.
Nokkrir gestanna, sem lengst áttu að sækja, kornu „heim að
Hólum“ á föstudagskvöld, en flestir komu jrangað á laugardag
fyrir hádegi.
Hjaltadalur var baðaður sólskini þennan dag og móti gest-
unum andaði hlýr sumarblær og gróðurangan. Við aðaldyr
skólahússins á Hólum stóðu skólastjórinn, Kristján Karlsson,
9*