Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 29
Minningarorð
um Jósef J. Björnsson
„Heim að Hólum" komum við í dag lil að minnast liðins
samverutíma, og við staðnæmumst iyrst hér við legstað jóseís
sál. Björnssonar, fyrrverandi skólastjóra og kennara á Hólum.
Heirn að Hólum voru fluttar jarðneskar leifar hans til
hinztu hvíldar, en heim til hinna eilífu bústaða fluttist andi
hans, til æðra og fullkomnara starfssviðs.
Hér stöldrum við augnablik við og beinum huganum aftur
í tímann. Á þeim 25 árurn, sem liðin eru frá því er leiðir okkar
■skildu hér, liefur hugur okkar oft leitað „heim að Hólum“. Við
höfum setið við hlýjan arineld minninganna og úr glæðunum
hala stigið fram myndir af mönnum og atburðum, sem okkur
hafa verið hugstæðir frá skólaárunum. Skýr og greinileg hefur
þá jafnan verið mynd Jósefs Björnssonar, hins vinsæla kennara.
1 dag stíga minningar fram, skýrari en nokkru sinni fyrr.
Við munum Jósef Björnsson, er hann við komu okkar hingað
bauð okkur velkomna til skólans. Við munum hann í kennslu-
tímunum, hvíthærðan öldung, höfðinglegan, hógværan og
prúðan, með æskuglampa í augura, þar sem hann flutti okkur
nemendum sínum fræðslu um bætta búnaðarhætti íslenzkra
sveita, fræðslu, sem var endurvarp frá hans eigin lærdómi og
reynslu á Jressunr margþættu hugðarefnum hans.
\hð nmnum hann við prófborðið, þar sem við í vanmætti
okkar og veikleika, leituðumst við að leysa hin ýmsu verkefni
okkar. í öllu viðmóti hans, augnaráði, svip og orðum, fundum