Búfræðingurinn - 01.10.1951, Side 30
28
15ÚFRÆÐINGURINN
við uppörvun og þann styrk, sem við margir hverjir, þörfnuð-
umst svo mjög.
Við munum hinn stillta og vingjarnlega heimilisföður, sem
ávallt tók á móti okkur opnum örmum í stofu sinni, þegar við
leituðum á lians fund utan kennslustunda, og frá lionum geng-
um við æfinlega léttari í skapi og fróðari urn ýmsa nytsama
hluti.
Við minnumst þess, er við ungir og ærslafullir lékum knatt-
spyrnu hérna á túninu í tómstundum okkar. Þá hljóp oft með
okkur hinn aldurhnigni kennari, snöggklæddui', með brenn-
andi áhuga fyrir leik okkar, og fyrir því að við lékum rétt og
lieiðarlega. Það var glöggt tákn þess, að liann vildi kenna okk-
ur að heyja lífsbaráttu okkar og störf með fullu kappi og áhuga,
en jafnframt með fullkomnum drengskap.
En bezt munum við efalaust allir kennarann Jósef Björns-
son, þegar iiann kvaddi okkur hér heima á Hólum vorið 1925.
Hugheilar bænir og velferðaróskir til okkar, og liið þétta og
hlýja handtak þessa ágæta leiðsögumanns var okkur gott vega-
nesti.
í búnaðarsögu íslands verður og jafnan minnzt þessa merka
forvígismanns og brautryðjanda jarðræktar- og landbúnaðar-
mála. Hann kenndi búvísindi við Hólaskóla um langan aldur,
og með nemendum ltans fluttist svo fræðsla og þekking á bætt-
um búnaðarháttum og bættum vinnuaðferðum út um byggðir
landsins.
Sjálfsagt hefur þessi athafnasami hugsjónamaður olt átt við
ramman reip að draga gagnvart hægfara samtíðarmönnum <>g
þeim erfiðu tímum og fátækt, sem íslenzk þjóð átti þá við að
búa.
En þótt honum entist ekki aldur til að sjá hinar stórfelldu
framfarir, sem nútímatæknin skapar í sveitum landsins, þá
auðnaðist honum samt að sjá mikinn ávöxt af starfi sínu og
framgang margra sinna áhugamála og hugðarefna.
Ég trúi því, að andi Jósefs Björnssonar skynji enn og gleðj-
ist yfir hverjum þeim bletti íslenzkrar jarðar, sem breytt er úr
órækt í blómstrandi grund. Hann var vorsins maður. Hann var