Búfræðingurinn - 01.10.1951, Page 33
BÚFRÆÐINGURINN
31
ur sumur Jieilsa blítt og liæversklega, skipta tíðum skapi og
kveðja með kulda. Nokkur eru sterkviðrasöm (stórlynd), önn-
ur hæg. Má svo lengi telja, því að tilbreytnin er ótæmandi.
Mér er ekki kunnugt, að veðurdagbækur hafi verið skráðar
hér á landi fyrr en um miðja 18. öld. Er þó gildi þeirra bóka
tvíþætt, ef með nákvæmni eru færðar: sögulegt og náttúru-
fræðilegt. Lengi verður ýmsum sj'mmingum ósvarað, ef ekki
liggja fyrir nákvæmar veðurlýsingar frá þeim tímum og á
sömu stöðum eða úr sömu héruðum og atburðir þeir gerðust,
er sagan greinir frá. Má oft segja, að saga liðinna atliurða hvíli
á veðrinu. Má glöggt skilja, hvað vakað hefur fyrir þeim félög-
um, Eggert Ólafssyni og Bjarna Pálssyni, með veðurathugun-
um og færslu veðurbóka. En þeir munu liafa verið hinir fyrstu
menn hérlendir, sem veðurbækur skráðu, eftir því sem mér er
kunnugt. Munu þeir hafa gert atliuganir sínar í Viðey á árun-
um 1752—1757. Áður ltafði dr. Niels Horrebow, sendimaður
dönsku stjórnarinnar, gert veðurathuganir á Bessastöðum.
Getur það ekki hafa verið lengur en 1—2 ár, 1749—1751. Hafði
hann loftvog og hitamæli. Þá er að geta veðurbóka náttúru-
fræðingsins Sveins Pálssonar og sagnfræðingsins Hannesar
Finnssonar. Eru veðurbækur Sveins hinar merkustu um ná-
kvæmni, þegar tíma er ga.tt, þótt veðurbækur nú á tímum séu
felldar í fullkomnara forrn. Ná veðurbækur Sveins yfir tímabil-
ið 1791—1840. Veðurbækur Hannesar Finnssonar gefa meðal
annars nokkrar upplýsingar um veður- og áttafar haustið 1780,
þegar Reynistaðarbræður urðu úti á Kili. Veðurbók Hannesar,
frá þessum tíma, lmekkir þeim fullyrðingum, sem í þjóðsögum
felast,um lrörkufrost það liið mikla, er liríð þessari átti að fylgja.
Telur Hannes, að næstu daga eftir að Staðarmenn lögðu á f jöll-
in hafi verið norðaustanátt með 2—3° hita í Skálliolti og
nokkru regni eða snjókomu. Tala þessar athuganir skýru máli
nm mikið úrfelli norðanlands og fannkynngi á fjöllum. Ef nú
væru veðurbækur til, færðar með nútíma nákvæmni, frá sama
tíma úr Húnaþingi og Skagafirði, myndi mega komast nær tim
sumt en komizt verður, er þessa raunasögu varðar. Með upp-
lýsingum hér nyrðra, ef fyrir hendi væru, um hitastig, vind-
hraða-og úrkomumagn, mætti að nokkru skynja, hvernig vind-