Búfræðingurinn - 01.10.1951, Page 35
BÚFRÆÐINGURINN
33
ef mikið ber á. Landskjálfta skrifa ég einnig, stund þeirra, svo
nákvæmt sem mér er unnt, auk þess styrkleika þeirra og jafn-
framt úr hverri átt þeir færast yfir. Einnig skrifa ég dynki, sem
verða í sambandi við eldgos. Úrkomu mæli ég jafnan að
morgni kl. 8 og geri þá grein fyrir hvort verið hefur snjór eða
i igning. Úrkomudálkur veðurbókar er tvístrikaður, með yfir-
skrift: „rigning“ og „bræddur snjór“. Snjóinn bræði ég og
mæli á sama hátt og regnvatnið. Stuttorða lýsingu skrifa ég svo
í sérstakan dálk fyrir hvern sólarhring, s. s. áttafar, skýjabakka,
klósiga, rosabauga o. s. frv. Þá skrifa ég blómgunartíma al-
gengra jurta, innan túns og utan, þegar sauðfé nær fyrst gróð-
urnál og síðan sauðgróður, þegar tún verða algræn, úthagi al-
grænn, túnasláttur hafinn, tún hirt, engi alhirt, jarðepli sett
niður, jarðeplagras kemur upp og jarðeplagras dökknar af næt-
urfrostum. Á vetrum læt ég þess getið hvenær jörð er alauð í
byggð og einnig í 600 m. hæð á fjöllum, hve mikill hluti hennar
er hulinn snjó (frá 1/4—4/4), hvenær tún verður alautt, mýr-
arnar alauðar út með ánni, hvenær skaflar eyðast úr ákveðnum
stöðum og vísa þá til þekktra örnefna. Þá get ég þess í sérstök-
um dálkum hve mikinn hluta gjafar ég spara með beit hverju
sinni, ám, lömbum og hrossum, ef á gjöf er, og eins þegar er al-
ger innistaða, haustgjöf kúa og er þær koma alveg inn, útlátn-
mgardag þeirra vor hvert og hve mikinn hluta fóðurs þær
þurfa með beit, unz þær eru af gjöf. í lok hvers mánaðar skrifa
ég niðurstöður athugana. Þá reikna ég meðalhita mánaðarins
eftir reglum Veðurstofunnar: “ ^ ^ J Jafnframt.
skrifa ég samtölu úrkomunnar í m. m. og einangra snjókomu
frá regni. Þá get ég og tölu úrkomudaga, einnig tölu Jreirra
daga, er vindhraði hefur náð 9 vindstigum eða meir (það nefn-
U' Veðurstofan stormdaga). Einnig lýsi ég haga að vetri, hey-
skapartíð og sprettu að sumri. Bezt er þá að láta þess getið
livaða veðurfar hefur einkennt mánuðinn í veðurfræðilegum
skilningi, s. s. háþrýstisvæði yfir Grænlandi, lægðahreyfingar
austur með landi að sunnan, eða liáþrýstisvæði yfir Bretlands-
eyjum, lægðir fóru ört austur með landi að norðan.
S