Búfræðingurinn - 01.10.1951, Síða 37
BÚFRÆÐINGURINN
35
Meðaltalsfjöldi úrkomudaga hvers mánaðar er reiknaður í
lieilum tölum.
ÁRIÐ 1940.
Janúar var mildur og hagsæll. Meðalhiti -j- 1.0°. Jörð var að
mestu auð, þegar frá eru taldir fyrstu dagarnir. Úrkoma 24.8
m. m., mest regn.
Febrúar mjög þurr. Úrkoma aðeins 5.8 m. m., 5 dagar votir.
Hagi ágætur. Meðalhiti -4- 2.5°.
Marz. Meðalhiti -4- 4.0°. Úrkoma 43.4 m. m., að mestum
hluta snjófall og krapi. Norðlæg átt algengust. Klambur á
jörð frá þ. 7.-20.
April var svalur. Meðalhiti -4- 0.7°. Úrkoma 37.0 m. m., þar
af 29.1 m. m. bræddur snjór. Haglaust frá miðjum mánuðin-
um fram undir mánaðarlok. Innistaða á sauðfé.
Mai. Meðalhiti 5.8°, 8 frostnætur. Úrkoma 27.ö m. m., þar
af 9.1 m. m. bræddur snjór, sem féll að mestu fyrra hluta mán-
aðarins. Túnið fyrst alautt þ. 21. Sóley séð í túni þ. 27. Sauðnál
fyrst þ. 13. 1 stormdagur (aðfaranótt þ. 8.).
Júni. Meðalhiti 9.6°, 1 froslnótt faðfaranótt þ. 22. -4- 1.0°).
Úrkoma 43.8 m. m. Túnfífill séður fyrst þ. 9.
Júli. Meðalhiti 9.3° (lægstur -4- 1.5°, aðfaranótt þ. 11.). Féll
þá kartöflugras. Sláttur hafinn þ. 12. Úrkoma 46.3 m. m. 13
dagar votir. Rigndi allmikið síðustu dagana.
Ágúst. Meðalhiti 8.2° úægstlir hiti -4- 0.5°, aðfaranótt þ. 29.).
Úrkoma 65.7 m. m. — 18 dagar. Þurrt frá 7.—11., annars tíðar
úrkomur. Nýting treg. Aldrei stormur.
September. Meðalhiti 4.7° (lægstur liiti -4- 6.0°). Úrkoma
73.3 m. m. — 19 dagar votir. Af úrkomunni var nálega 1/6
hluti bræddur snjór. Ekki alhirt fyrr en þ. 25.
Október. Meðalhiti 2.5°, 15 frostnætur. Úrkoma 35.5 m. m.
(regn 31.5, snjór 4.0, sem féll að mestu fyrstu daga nránaðar-
ins). Úrkomudagar 9. Oftast kyrrt.
Nóvember. Meðalhiti -4-2.1° (lægstur -4- 14.0°). Úrkoma
52.1 m. m. (regn 18.5, snjór 33.6). Hagi jal'nan ágætur. Ær
gjaflausar.