Búfræðingurinn - 01.10.1951, Page 38
36
BOFRÆÐINGURINN
Desember, mildur. Meðalhiti -i- 0.4° ('lægstur -r- 17.5°). Úr-
koma 38.6 m. m., nær því að jöfnu regn og snjór. Hagi ágætur.
2 dagar heiðskírir. Aldrei stormur.
ÁRIÐ 1941.
Það ár er hagstæðast um veðurfar á því tímabili, sem athug-
anir mínar ná yfir. Veturinn jarðsæll frá áramótum. Voraði
snemma og vel. Grasvöxtur með ágætum og nýting heyja að
sama skapi. Hagi jafnan nægur frá haustnóttum til áramóta.
Janúar kaldur nokkuð. Meðalhiti 4.8° (lægstur 18.0°).
Heiðskírt 8 daga. Hagi ágætur. Úrkoma 18.0 m. m., þar af
snjór 7 m. m.
Febrúar. Meðalhiti hinn sami og í janúar og lágmark hitans
hið sama. Úrkoma 16.1 m. m., að mestu snjór.
Marz. Meðalhiti -=- 2.3° (lægstur -f- 20.0°). Úrkoma 19.3 m.
m. (8 dagar votir), að mestum hluta snjór. Heiðskírt 4 daga.
Hagi ágætur frá þ. 10.
April.1) Meðalhiti 3.4° flægstur -=- 13.5°). Túnið alautt þ.
18. Sauðnál þ. 23. Úrkoma 1.0 m. m.
Maí. Meðalhiti 6.8° (lægstur -j- 6.5°), 6 frostnætur. Úr-
koma 26.9 m. m. — 10 dagar. Túnið algrænt þ. 11. Sóley séð í
túni þ. 8. Túnfífill þ. 21. Fjalldalafífill og holtasóley séð þ. 30.
Júní. Meðalhiti 10.0°. Engin frostnótt. Úrkoma 32.3 m. m.
(14 dagar). Túnasláttur hafinn þ. 27. Þrumur þ. 23. 1 storm-
dagur.
Júli. Meðalhiti 11.1°. Engin frostnótt. Úrkoma 51.7 m. m. —
18 dagar votir. Ágæt spretta og nýting. Þrumur þ. 25.
Ágúst. Meðalhiti 9.3°, 1 frostnótt. Úrkoma 16.6 m. m. — 7
dagar. Óvenjulega mikið gras og nýting heyja að sama skapi.
September. Meðalhiti 10.7°, 1 frostnótt. Úrkoma 86.1 m. m.
— 18 dagar. Sunnanátt algengust. Nýting heyja sæmileg.
Október. Meðalhiti 4.3°. Úrkoma 47.8 m. m., þar af 4.2 m.
m. snjór.
1) Aprílmánuður 1938 var einnig ágætur. Meðalhiti S.O”. Lóan kom
þann 14. Sóley sást fyrst í túni þann 30.