Búfræðingurinn - 01.10.1951, Síða 52
50
BÚFRÆÐINGURINN
bætta verkun og hagnýtingu vörunnar. Verðið hækkaði með ári
hverju. í mörg ár var Sláturfélag Suðurlands ráðandi um kjöt-
verð á innlendum markaði og þó oftast eða alltaf með ldiðsjón
af útflutningssölunni.
í fyrstu byggðist kjötsalan til útflutnings á saltkjötssölunni
einni og sölu á því til Norðurlanda, og þá fyrst og fremst til
Noregs. En brátt kom að því, að ekki þótti ráðlegt að eiga alla
velferð um sölu á aðalútflutningsvöru bænda, kjötinu, undir
sáltkjötinu einu saman. Beittu því sláturfélögin og kaupfélög-
in, undir forystu S. í. S., sér fyrir því, að koma upp frystihús-
um með jrað fyrir augum að flytja út frosið kjöt til Englands.
Fyrstu frystihúsin voru byggð 1927 og svo hvert af öðru. Var
þetta mikil nauðsyn, eftir að Norðmenn og norska ríkisstjórn-
in fór að takmarka innflutning á íslenzku saltkjöti. Frystihúsin
urðu líka brátt stór liður í sölu kjötsins á innlendum markaði,
sem fór vaxandi með vexti bæja og sjávarþorpa.
Árið 1900 var fyrsta rjómabúið stofnað og fjölgaði þeim
nokkuð næstu árin. Þau byggðust á því að selja smjör til Eng-
lands. Rjómabúin kenndu betri meðferð mjólkur og verkun á
smjöri. Þau áttu sér samt ekki langan aldur og bar margt til
þess. Meðal annars það, að bændur hættu að færa frá ánum.
Dilkakjötið líkaði vel og varð fljótt eftirsótt, og það svo, að
sauðakjötið varð ekki eins eftirsótt söluvara. Annað hitt, að
hentugast var að selja féð til slátrunar sem yngst, losna við
uppeldið, sem varð mörgum bændum dýrt.
Með vexti Reykjavíkur og bæjanna jókst markaður fyrir
mjólk og mjólkurvörur. Varð því að koma til fjölbreyttari
framleiðsla en smjörframleiðsla rjómabúanna. Það skapaðist
verkefni fyrir fullkomin mjólkurbú. Fyrsta mjólkurbúið var
reist 1920 af Mjólkurfélagi Reykjavíkur. Næstir komu Eyfirð-
ingar, er stofnuðu sitt mjólkursamlag 1928, Mjólkurbú Flóa-
manna 1929 o. s. frv.
Félagssamtök bændanna, þ. e. sláturhúsin, frystihúsin,
rjómabúin og svo mjólkursamlögin, hafa orðið öruggasta lyfti-
stöng landbúnaðarins, bætt verkun og hagnýting vörunnar og
hækkað verðið á landbúnaðarvörunum til bændanna.
Með sívaxandi fólksfjölda í Reykjavík, bæjum og kauptún-
j