Búfræðingurinn - 01.10.1951, Síða 54
52
BÚFRÆÐINGURINN
var ákveðin ('heimiluð) innan mjólkursölusvæðis, og hvað
kjötið snerti á milli sölusvæða.
Mjólkursamsalan í Reykjavík var þá stofnuð. Stjórnaði
ltenni Mjólkursölunefnd, skipuð 7 mönnum, en heimild var
til þess að fela bændum sjálfum rekstur Samsölunnar, ef þeir
kæmu sér saman um það. Samkvæmt þessum ákvæðum laganna
tóku bændur í sínar hendur stjórn Samsölunnar árið 1942.
í afurðasölulögunum var ákveðið að tvær nefndir skyldu
ákveða verð á mjólk og mjólkurvörum og kjöti. Áttu 5 menn
sæti í hverri nefnd, tveir kosnir af félagssamtökum bænda og
tveir af neytendum, en fimmti maðurinn var skipaður af land-
bú naðarráðh erra.
Með setningu afurðasölulaganna hefjast fyrst afskipti neyt-
enda og ríkisvaldsins af verði á kjöti og mjólk og mjólkurvör-
um, en auk þessa átti kjötverðlagsnefnd að skipta landinu nið-
ur í verðjöfnunarsvæði og veita sláturleyfi.
Það væri fróðlegt að geta séð livernig verðlagsnefndirnar rök-
studdu verðið á landbúnaðarafurðunum á hverjum tíma, en
um það eru litlar upplýsingar í gerðabókum nefndanna.
Hinn 30. apríl 1943 er nefnd skipuð samkv. lögum frá 14.
apríl s. á., lögum um dýrtíðarráðstafanir. Nefndin var skipuð 6
mönnum, og átti hún að finna vísitölu fyrir framleiðslukostn-
aði landbúnaðarafurða, en eftir þeirri vísitölu skyldi verð land-
búnaðarafurða fara. Átti að miða við, að heildartekjur þeirra,
er við landbúnað vinna, verði í sem nánustu samræmi við
tekjur annarra vinnandi stétta.
18. ágúst 1943 hafði nefndin lokið störfum og orðið sam-
mála um grundvöll fyrir landbúnaðarvísitölu. Er jrað í fyrsta
sinn, sem gerð er tilraun til þess að ákveða reksturskostnað til-
tekinnar bústærðar og afurðamagn og verðleggja vörurnar eft-
ir því. Áttu einstakir liðir í rekstursáætlun búsins, að hreyfast
eftir verðlagi, til hækkunar eða lækkunar. Átti Hagstofan að
reikna það út árlega.
Yfirleitt var sexmannanefndarverðinu tekið vel af bændum
og talin mikil réttarbót, en þessi skipun átti ekki að gilda leng-
ur en á meðan stríðið stæði. Var því ekki verðlagt eftir þessari
rsglu nema haustið 1943 og haustið 1944. Kom jrá í Ijós, að