Búfræðingurinn - 01.10.1951, Page 55
BÚFRÆÐINGURINN
53
verð á landbúnaðarvörum átti að hækka um 9,4% frá árinu
áður. Þessi hækkun kom þó aldrei til framkvæmda eins og
kunnugt er, með því að Alþingi, eða nokkrir alþingismenn,
sömdu við Búnaðarfélag íslands eða Búnaðarþing um eftirgjöf
hækkunarinnar, af þjóðarnauðsyn. Búnaðarþing setti samt
nokkur skilyrði fyrir þessari eftirgjöf, s. s. um útflutningsupp-
bætur o. fl. En svo varð minna úr þjóðarnauðsyninni fyrir Al-
þingi, þegar til kom.
1945 skipaði landbúnaðarráðherra liið svokallaða Búnaðar-
ráð, samkvæmt bráðabirgðalögum. Ráðið skipúðu 25 menn.
Verkefni þess var m. a. að kjósa 4 menn í Verðlagsnefnd og 4
menn til vara. Stjórnskipaður formaður ráðsins var og formað-
ur Verðlagsnefndar.
Búnaðarráð og Verðlagsnefnd hafði yfirstjórn afurðasölu-
málanna. Tók Verðlagsnefnd við störfum mjólkur- og kjöt-
verðlagsnefnda.
Á Búnaðarþingi 1943 var kosin milliþinganefnd til þess að
athuga framleiðslumál landbúnaðarins. Samdi nefndin frum-
varp til laga urn Framleiðsluráð landbúnaðarins og um verð-
skráningu og verðmiðlun á landbúnaðarvörum. Með frum-
varpinu, ef að lögum yrði, var Framleiðsluráðinu falin öll yfir-
stjórn alurðasölumálanna og framleiðslumála landbúnaðarins.
Sá kafli frumvarpsins, sem fjallaði um verðlagningu land-
búnaðarafurða, var sendur búnaðarsaniböndunum, þ. e. full-
trúafundum þeirra, til umsagnar, ásamt greinargerð. Mun
þessi kafli frumvarpsins hafa tekið allmiklum breytingum, eft-
ir tillögum búnaðarsambandanna. Mun þar hafa ráðið mikið
um, að þá var vaknaður almennur áhugi bænda fyrir stofnun
Stéttarsambands bænda og gera bændastéttina meira gildandi
l>eint um stjórn afurðasölulaganna og verðlagsmálin.
Stéttarsamband hænda var síðan stofnað að Laugarvatni 9.
september 1945.
Á Alþingi, sem kom saman haustið 1945, er lagt fram frum-
varp um Framleiðsluráð landbúnaðarins. í greinargerð fyrir
frumvarpinu er þannig tekið til orða: „Með frumvarpinu er
lagt til að bændastéttin fái sjálf óskorað vald yfir málum þess-
>nn, bæði um verðákvörðun og sölumeðferð,“ og síðar segir: