Búfræðingurinn - 01.10.1951, Page 60
Nokkur orð um skógrækt
Eftir Sigurð Jónasson
Þegar ég kom norður til Troms, þann 11. marz 1949, fannst
mér það dálítið einkennilegt, að ætla að fara að kynna mér
þar skógrækt. Ekki af því, að skortur væri á skóginum. Hann
var nógur, bæði þroskaður og í uppeldi, heldur vegna þess,
að þarna var þá enn hávetur, og ei'tir öllum sólarmerkjum að
dæma mjög langt til vors.
Ég fór að brjóta heilann um það, livað væri í raun og veru
hægt að kynna sér skógrækt um þetta leyti árs. Skógarhögg var
náttúrlega í fullum gangi. En mér fannst, að við íslendingar
þyrftum fyrst að læra að ala upp skóginn og síðar að höggva
hann.
En ég varð þess fljótt áskynja, að það var annað starf, sem
beið mín þarna, enda þótt vetur væri. Sem sagt fyrsta stigið í
allri skógrækt, fræsöfnunin.
Nú var einmitt heppilegasti tími til að safna furufræi. Því er
venjulega safnað í febrúar og marz, því að þegar hitnar í veðri
og sólargangurinn hækkar opnast könglarnir og fræið fýkur
í burtu.
Birkifræi verður aftur á móti að safna að haustinu, því að
fræreklarnir opnast og fræið fýkur í burtu strax og vaxtarstarf-
seminni lýkur. Þegar birkifræi hefur verið safnað, þarf að
þurrka það. Bezt er að þurrka það inni í húsi við eðlilegan
stofuhita í 14 daga. Þá á það að vera orðið nægjanlega þurrt.
Birkifræ geymist á köldum stað, sem ekki frýs.