Búfræðingurinn - 01.10.1951, Qupperneq 62
60
BÚFRÆÐINGURINN
tekur langan tíma að fræið spíri, eftir að því hefur verið sáð í
jörðina. Birkifræ spírar venjulega eftir 2—3 vikur, en fræ af
l'uru og greni ekki fyrr en eftir 4—5 vikur. Að vísu er þetta ekki
eins tilfinnanlegt, ef sáð er að haustinu, og er það ekki óalgengt
x Norður-Noregi, þar sem jörð er snævi þakin allan veturinn.
En líklegt er, að sú aðferð sé óhagkvæm hér á landi vegna hol-
klakahættunnar.
En nú er fundið ráð til að flýta fyrir spíruninni, og er það í
]xví lólgið, að láta fræið liggja í vatni einn dag áður því er sáð,
síðan er það þurrkað hæfilega, svo að það klessist ekki saman
við sáninguna. Eftir þessa meðferð spírar það mun fyrr.
Einnig má halda fræinu röku nokkurn tíma eftir að vatninu
hefur verið liellt af því, t. d. með því að láta það í glerílát með
loki yfir og hræra í því tvisvar á dag. Þegar nú fræið fer að opn-
ast er því sáð og spírar þá á m jög skömmum tíma. En moldin
þarf að vera rök.
I uppeldisstöðvum í Noiegi bar mjög á því, að mýs og smá-
fuglar átu upp fræið, svo að segja jafnóðum og því var sáð í
jörðina. En nú er fundið ráð við þessu, og það er að hræra
menju saman við fræið íyrir sáningu. Eftir þessa meðferð virð-
ast hvorki fuglar né mýs hafa lyst á því.
Sáning. Sáning er í raun og veru tvenns konar. Það er sáning
í fræbeð og sáning í útjörð. En í báðum tilfellum er um marg-
ar aðferðir að ræða.
Ég ætla að gefa hér örlítið yfirlit yfir nokkrar aðferðir við
sáningu í fræbeð, þær sem algengastar eru í Noregi og talið er
að henta muni hér á landi.
Mjög áríðandi er það, að búa beðin sem allra bezt undir
sáninguna. Vinna moldina svo vel sem unnt er og blanda hana
með sandi og hæfilegu áburðarnxagni, bæði af húsdýraáburði
og tilbúnum áburði.
Um áburðarblöndun er ekki hægt að gefa neinar ákveðnar
reglur, vegna þess hve moldin er mismunandi rík af næringar-
efnum. Þó mun víða hér á landi ekki fjarri lagi að ætla ca. 500
kg. af húsdýraáburði (á ég þar við sauðatað), 4. kg. kalksaltp., 3
kg. kúfosfat og 3. kg. kalí í 100 ferrn. í fræbeðum.
Þegar búið er að fullvinna uppeldisreitinn og blanda mold-