Búfræðingurinn - 01.10.1951, Síða 65
BÚFRÆÐINGURINN
63
Þegar búið er að undirbúa dreifibeðin, hefst umplöntun-
in svo snemma að vorinu sem hægt er vegna klaka.
Venjuleg breidd á dreifibeðum er lj4 m., en göturnar milli
beðanna eru 30—40 cm.
Plönturnar eru teknar upp með kvísl með breiðum álmum,
og þarf að gæta sérstakrar varúðar að skemma ekki ræturnar,
sem mjög eru viðkvæmar bæði fyrir þurrki og snertingu.
Jafnframt því, sem plönturnar eru teknar upp, er þeim plant-
að í dreifibeðin með Jrar til gerðum plöntubrettum, sem tak-
marka fjarlægðina milli þeirra.
Hve þétt er plantað í dreifibeð fer eftir tegundum plantn-
anna, aldri þeirra og hve Jreim er ætlað að standa lengi í beð-
unum.
Venjuleg fjarlægð milli plantnanna í röðinni er 2—5 cm. En
bil milli raðanna 12—14 cm.
Þó er lerki plantað dreifðara, eða með allt að 15 cm. milli-
bili og þá 18 cm. milli raða.
Gróðursetning. Norski bóndinn umgengst trén í skóginura
sínum á líkan hátt og gamall og góður íslenzkur fjárbóndi um-
gengst ærnar sínar. Hann Jrekkir þau hvert fyrir sig, veit um
aldur margra og fylgist með árlegum vexti þeirra. í mörgum
tilfellum hefur hann sjálfur gróðursett allverulegan fjölda af
yngri trjánum.
Hann hefur séð góðan árangur af sínum eigin verkum, sem
hann vann þegar liann var lítill drengur. Hann hefur séð litlu
plönturnar, sem hann gróðursetti, þegar hann var á bernsku-
skeiði, vaxa upp, vaxa honum yfir höfuð og verða að stórum,
glæsilegum trjám.
Við gróðursetningu i útjörð hafa Norðmenn margar aðferð-
ir og ræður þar margt um, svo sem tegundir, landslag, veðráttu-
far á viðkomandi stöðum og fleira.
Heppilegasti tími til gróðursetningar er að sjálfsögðu vorið,
og ber að leggja mikla áherzlu á að gróðursetning geti hafizt
svo fljótt sem mögulegt er.
Þó þykir varhugavert að liefja gróðursetningu fyrr en vatn
er hlaupið að nokkru úr jörðu eftir vorleysingarnar.