Búfræðingurinn - 01.10.1951, Side 67
15ÚFRÆÐINGURINN
65
Þessi aðferð er þægileg við útfærslu úr sáningu í útjörð. Svo
og við tilfærslu snráplantna í skóglendi, þar sem um náttúrlega
sáningu er að ræða af fræfoki.
Á þennan hátt er hægt að flytja til smáplöntur, hvenær
sem er að sumrinu, því að tilfærslan truflar ekki vaxtarstarf-
semina.
Gróðursett að lóðréttum vegg. Jarðvegurinn er fleginn af
ferhyrndum bletti, 50—60 cm. á kant (við þetta er einungis
notaður plöntuhaki). Síðan er lrolan grafin í mitt flagið, þann-
ig, að einn barmurinn sé lóðréttur.
Þegar sá, er plantar, kemur að holunni, tekur hann plöntuna
upp úr kassanum, heldur henni með vinstri hendi yfir hol-
unni, færir hana að lóðrétta veggnum, þannig, að rótin hangi í
lausu lofti og greiðir síðan með varúð úr rótargreinunum.
Færir svo moldina að með hægri hendinni og setur beztu og
fínustu moldina að rótunum. Svo er holan fyllt. Lausu mold-
inni er þrýst vel niður, svo að plantan verði stöðugri og rakinn
haldist betur í moldinni. Gæta þarf þess, að plantan standi jafn
djúpt í moldini og hún stóð áður en hún var flutt til.
Gróðursett i miðja holu. Sú aðferð er án efa betri fyrir stærri
plöntur, t. d. birki og greni fjögurra til fimm ára gamalt.
Grafin er hola nokkuð dýpri en svo, að rætur plöntunnar nái
til botns. Plöntunni er haldið ofan í holunni, svo að rætur
hennar nemi við botninn. Svo er greitt úr rótunum og sett lítið
eitt af frjómold ofan í holuna, plantan dregin upp í þá hæð,
sem henni er ætlað að vera, moldinni þrýst að rótunum og hol-
an fyllt. Þjappað nreð fótunum í kringum plöntuna og síðan
jafnað yfir með mold.
Önnur aðferð er þannig, að holan er gerð á sama hátt og áð-
ur er lýst. Síðan er fínasta moklin færð ofan í holuna, þann-
ig, að myndist nokkur hraukur í miðri holunni, lítið eitt lægri
en yfirborðið í kring. Síðan er plantan gróðursett ofan í hrauk-
inn þannig, að ræturnar greinist niður með honum alla vega.
Svo er lmlan fyllt af mold á sama hátt og áður er lýst.
Gróðursetning með útflattri rót. Grasrótin er flegin ofan af
á venjulegan hátt. Síðan er losað um moldina í flaginu, en ekki
dýpra en 5—6 cm. Bezta frjómoldin er tekin upp úr flaginu.
5