Búfræðingurinn - 01.10.1951, Side 82
80
BÚFRÆBINGURINN
Ormakveisa, sem ég nefndi fyrr, kemnr einkum fyrir hjá fol-
iildum og tryppum; orsök hennar eru ormar, einkum spólu-
ormar ('Ascaris), sem eru algengir hér á landi. Þeir valda alltaf
einhvers konar ónotum, t. d. óskiljanlegum vanþrifum og
ótútlegu háralagi, þrátt fyrir góða fóðrun. Þetta er atriði, sem
vert er að benda á og undirstrika, þar eð ekkert er f jarstæðara
en að verja verðmætum heyfeng og mat til fóðrunar orma.
Bændur hér á landi gera vafalaust allt of lítið af því að
hreinsa folöld sín og tryppi við ormum, þegar þau eru tekin
í hús.
Erlendis hafa menn tekið þetta atriði föstum tökum og
skipulagt ormahreinsun lirossa, líkt og víðast á sér stað hér
með sauðfé og hunda.
Þegar orma-mergðin er nógu mikil í smágirninu, geta orm-
arnir blátt áfram valdið stíflum, með svipuðum sjúkdómsein-
kennum og að framan greinir.
Ágætt og handhægt lyf við þeim er hið nýja ameríska orma-
lyf „Phenothiazin", sem er mikið notað við ormahreinsun
sauðfjár.
Bezt er að svelta cign áður og eftir meðalagjöfina. Ef um al-
gera ormastíflur er að ræða, verður samhliða ormalyfi að gefa
niðurhreinsandi lyf.
Meðferð hrossasóttarsjúklinga. Vegna hinna margvíslegu or-
saka Iirossasóttar gefur að skilja, að læknisaðferðir eru mis-
munandi.
Við krampakveisu eru gefin verk- og vindeyðandi lyf, vel
gefst t. d. að gefa morfín ('0.3—0.6 gr.) í upplausn, sprautað
undir húð, klóral fchlorali hydras) 10—20 gr. í upplausn,
sprautað í blóðæð, eter 30 gr. og opiumdropa til inngjafar.
Sömuleiðis mætti nefna nýrri lyf eins og Novalgin og Atro-
pin, sem eru ágæt.
Arecholin og Pilacarpin (sprautað undir húð) eru mjög
hraðvirk og verða að notast með gætni.
Við stíflum reynist vel að gefa tvö síðastnefndu í smá-
skömmtum, einnig eru mikið notuð glaubersalt, Carlsbader-
salt og jafnvel doðaskammtar ('stib. kal. tartrit). Annars er hér,