Búfræðingurinn - 01.10.1951, Qupperneq 86
84
BÚFRÆÐINGURINN
liinna fyrstu átaka í þessum málum, ættum að vera minnugir
orða Bólu-Hjálmars, er hann lét falla við stofnun fyrsta jarða-
bótafélagsins í Norðlendingafjórðungi:
Mikið sá vann
sem vonarísinn
braut með súrum sveita.
Hægra mun síðan
að halda þíðri
heilla veiðivök.
Með stofnun hinna fyrstu búnaðarsamtaka hefjast þáttaskil
í búnaði á íslandi. Þó hvert og eitt félaganna hrindi ekki stór-
virkjum í framkvæmd í ræktunarmálum á nútíma mælikvarða,
Joá brjóta þau ísinn og benda þjóðinni inn á nýjar leiðir í bú-
skaparháttum. Þau vöktu skilning þjóðarinnar smátt og smátt
á braut bóndans og bjargálnir voru háðar því, hvað hann
gerði til umbóta á jörð sinni. Það, sem fyrstu búnaðarfélögin
unnu að, var fyrst og fremst vörzlugarðar um túnin, þúfna-
sléttur og áveitur. Öll var þessi vinna unnin með fábrotnum
áhöldum og verða afköst framkvæmdanna að dæmast með til-
liti til þess.
Stofnun bændaskólanna fyrir aldamótin, tilraunastarfsemin,
sem hófst fyrir réttum 50 árum og stofnun búnaðarsamband-
anna nokkrum árum síðar, vísar enn til nýrra leiða í þessum
málum. Verkfærakosturinn batnar, einkum handverkfærin,
fyrstu hestverkfærin koma til sögunnar og hert er á sókninni í
stríðinu við þúfurnar, stríði, sem staðið hefur í rúma öld og
sem nú er að verða búið, með lokasigri ræktunar manna í land-
inu.
Það er þrennt, sem markar næstu tímamót eftir aldamótin í
ræktunarmálunum. í fyrsta lagi bættur verkfæra- og vélakost-
ur, sem gerir sáðræktun framkvæmanlega, notkun tilbúins
áburðar, sem hefst um 1920 og síðast en ekki sízt setning jarð-
ræktarlaganna 1923. Þetta þrennt leiðir til aukinna fram-
kvæmda, en brátt kom í ljós, að það var ekki einhlítt, auknar
framkvæmdir krefjast aukinna fjárráða, það var í fyrstu leyst
með breytingu á starfssviði Ræktunarsjóðs, sem fyrr hafði ver-