Búfræðingurinn - 01.10.1951, Síða 89
BÚFRÆÐINGURINN
87
að vinna í stað og langir millifliitningar eru, verða fram-
kvæmdir dýrari en ella.
Hér liefur verið drepið á nokkur atriði uin þróun ræktunar-
mála í sveitum hina síðustu áratugi, er þó margt ósagt, sem
vert væri að ræða, en yrði of langt mál að taka til meðferð-
ar hér.
Það er þó eðlilegt, að við spyrjum sjálfa okkur, hvern ái'ang-
ur þessar framkvæmdir hafi borið fyrir bændurna sjálfa og
þjóðfélagið. Þar sem nú eru nærri hálfrar aldar skipti í tíma-
lali, tel ég ekki óeðlilegt að miða samanburðinn við árin í
kringum síðustu aldamót. Það er framleitt nú 2i/£ sinnum það
tÖðumagn, sem fékkst árin í kringum aldamótin, og þá miðað
við 5 ára meðaltal til útjöfnunar á árferðismismun. Áveitu- og
engjaheyskapur hefur að heymagni nokkurn veginn staðið í
stað, þó heldur aukizt. Kartöfluuppskeran hefur sjöfaldazt.
Rófnaræktun aukizt um 13%. Búféð hefur aukizt að tiltölu
við hinn aukna töðufeng. Nú er sauðféð 135 á móti 100 við
aldamót, nautgripir 166 á móti 100 og hross 138 á móti 100.
Hin síðustu ár liafa nýjar búgreinir komið til, svo sem ali-
lugiarækt, svínarækt og loðdýrarækt, af þeim búgreinum virð-
ist alifuglaræktin ætla að halda velli, en hinar gxeinarnar hafa
dregizt saman aftur, þó þær um skeið gæfu allveruleg verðmæti
í þjóðarbúið. Það er talið að afurðir af svínarækt 1944 hafi
numið 4.4 milljónum króna, af loðdýrum 1.3 milljóir og ali-
luglaræktin gefur þá um 5.8 milljónir, þá er eggjaframleiðslan
talin 8.7 milljón stykki.
Á sama tíma og þessi framleiðsluaukning verður í landinu,
befur þeirn fækkað sem við landbúnað vinna um 15 þúsund
manns, þó til landbúnaðaríramleiðslunnar séu taldir þeir allir,
seni nú hafa einhverja landbúnaðarframleiðslu, en stunda þó
aðra atvinnu sem aðalvinnu. Það má því segja, að nokkuð hafi
áunnizt hjá bændum að halda í horfinu, til að framleiða
neyzluvörur fyrir fólkið í þéttbýlinu. Þó þetta hafi áunnizt að
niestu fyrir aukna verktækni og virkan stuðning hins opinbera
við ræktunarmálin, er það alveg augljóst mál, að það þarf enn
að vinna mikið til eflingar landbúnaðarframleiðslunni með
bættum vinnutækjum, bæði til að auka afköst hins takmarkaða