Búfræðingurinn - 01.10.1951, Side 92
90
BÚFR.ÆÐINGURINN
vegna jarðræktar heldur en vinnan nema 4.29%, og ýmis
kostnaður við fasteignina, verkfæri og búsáhöld er 4.75%.
Þetta sýnir í fyrsta lagi, að landbúnaðarframleiðslan sjálf
eyðir litlum, erlendum gjaldeyri í rekstri, og í öðru lagi, að
kaupgjaldið, eins og það er á hverjum tíma, ræður mestu um
hver framleiðslukostnaður búsafurða verður. Kaupgjald í
sveitum hlýtur að fylgja að mestu leyti verkamannakaupi, eins
og það er í landinu á hverjum tíma, og það verður að ganga
út frá því að bóndinn og fjölskylda hans fái svipaða kaup-
gjaldsgreiðslu á tímaeiningu og aðrir verkamenn. Af vinnu-
kostnaði er 25—30% aðkeypt; vinna, en vinna fjölskyldunnar
70-75%.
Hin síðustu ár hefur verið skortur á verkafólki hjá landbún-
aðinum og litlar líkur eru fyrir því, að aukið framboð verði á
fólki til sveitastarfa.
Framundan er að framleiðsla búsafurða þarf að aukast og
framleiðslukostnaðinn þarf að lækka, bæði vegna þess, að
bændur þurfa að fá meiri hreinan arð af búunum, svo og vegna
þess, að æskilegt er að geta selt framleiðsluna til neytenda lægra
verði. Þegar þetta er athugað, virðist leiðin til lækkunar á
framleiðslukostnaði búsafurða verða sú, að lækka útgjöld-
in af vinnu þeirri, sem fer til að framleiða hverja fram-
leiðslueiningu afurðanna, með öðrum orðum við verðum að
nota ódýrara afl en mannshöndina og á þann hátt að auka á
hverja vinnustund afköst þess fólks, sem við landbúnaðinn
vinnur. Mannshöndin ein án nauðsynlegra vinnutækja getur
ekki lengur, eins og þjóðfélagsliögum er háttað hér, framleitt
vörur með hóflegu framleiðsluverði.
Með góðum vinnutækjum er hægt ennþá að auka fram-
leiðslumagnið, án þess að fólkinu sé fjölgað, sem að jiessari
framleiðslu vinnur. Með notkun aukinnar tækni ættu búvör-
urnar að geta orðið ódýrari, en þó því aðeins, að hvað svari til
annars, bústærðin og þær vélar og vinnutæki, sem notuð eru
við störfin. Lítil bú, lítt ræktaðar jarðir með óhentugum húsa-
kosti geta ekki að fullu hagnýtt sér þá tæknihjálp, sem völ gæti
veríð á að fá til að létta bústörfin. Hér kemur og annað til
greina, sem hefur áhrif á hversu miðar til að tækni verði tekin