Búfræðingurinn - 01.10.1951, Page 93
BÚFRÆÐINGURINN
91
upp við bústöríin. Það er aldursstig fólksins, sem að framleiðsl-
unni vinnur. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það,
að mikill fjöldi heimila í sveitum eru þannig á vegi stödd, að
aðalfyrirvinnan er aldrað fólk, stundum hjónin ein, og þegar
bezt lætur yngstu börnin innan við fermingu. Aðstaða þeirra
heimila verður jafnan þannig, að tækni er lítt eða ekki tekin
í þjónustu framleiðslunnar. Ef framtíð landbúnaðarins verður
sú, að mestur hluti þess fólks, sem er á beztum aldri, leiti burt
úr sveitunum, þarf ekki að vænta þess, að aukin tæknihjálp
geti nema að vissu marki harnlað gegn minnkandi framleiðslu
búsafurða. Hingað til hefur framleiðsla búsafurða frá ári til
;*rs frekar aukizt en minnkað, enda má telja það þjóðarnauð-
syn, að svo verði í framtíðinni.
Það er á engan hátt liægt að taka undir þau ummæli, er fram
hafa komið, að framleiðsla landbúnaðarins fari minnkandi
sökum fólksfæðar. Ennþá hefur bætt búskaparfyrirkomulag og
nukin tækni vegið meira til að viðhalda og auka framleiðslu-
niagnið heldur en nemur afköstum þess fólks, sem horfið hef-
ur frá þessari framleiðslugrein. Hins vegar getur að því dregið,
að vegna fólksfæðar dragist landbúnaðarframleiðslan saman,
l*rátt fyiir það, þó fullri verktækni verði beitt við bústörfin.
II. ENDURHÝSING í SVEITUM.
Endurbygging á ónothæfum húsakosti í sveitum er ekkert
uýmæli. Kynslóðir liðinna alda hafa hver af annarri unnið að
því verki, því að enginn varanlegur húsakostur í sveitum hefur
verið reistur fyrr en upp úr síðustu aldamótum og það eru
fyrst hin síðustu ár eftir 1930, sem marka vetuleg spor í þessum
niálum. Nú eru torfbyggingar því nær hvergi gerðar, þar sem
endurbyggt er. Timburhúsin tóku fyrst við eftir aldamótin af
torfbæjunum. Þegar fasteignamat fór fram 1930 voru íbúðar-
hús úr timbri á 27.5% af sveitabæjum, en 1940 á 30%. Stein-
húsin verða hlutfallslega færri á fyrstu árum þessa tímabils.
Árið 1930 eru þau 16%, en 1940 er búið að byggja steinhús á
32.8% af jörðunum. Torfbyggingum fækkar á árabilinu 1930