Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 96
94
BÚFRÆÐINGURINN
lengra komin, hefur verið lokið við flest þessara liúsa á þessu
ári.
Á árinu 1949 verða byggingaframkvæmdir eitthvað minni.
Eins og stendur hef ég vitneskju um að byrjað hafi verið á 170
íbúðarhúsabyggingum í sveitum, en væntanlega eru þær fleiri.
Við framangreindar upplýsingar er það að athuga, að með
er tekin bygging, þar sem farið hefur fram gagnger endurbót
á eldri húsum og viðbætur við þau, sem taldar eru það gagn-
gerðar, að telja megi endingu liúsanna eins og um nýbyggingar
væri að ræða.
Það, sem hér hefur verið sagt, sýnir, að sveitirnar eiga mikið
verk óunnið, til þess að öll heimili þar hafi fullnægjandi
íbúðir.
Því miður er ekki rannsakað hvernig ásigkomulag er á pen-
ingshúsakosti í sveitum. Um 1940 lítur út fyrir, eftir gögnum
fasteignamatsins, að 25% af fjósum séu nokkurn vegin varan-
legar byggingar, þó vænta megi, að þau samsvari ekki fyllstu
kröfum, er gera verður um hús þessi. Illöður eru þá á 90% af
jörðunum, en þó hvergi nærri yfir allan heyfeng jarðanna, um
20% af þeim má telja varanlegar byggingar. Af húsum yfir ann-
an fénað eru vart meira en 10% varanlegar byggingar á þess-
um tíma. Votheyshlöður eru þá á 26.8% af jörðunum. Haug-
liús á 25.9%, safnþrær og þvaggryfjur á 35.4% af byggðuin
jörðum. Árið 1948 eru í byggingu útiliús á 250 jörðum, á sum-
um þeirra unnið að byggingu allra peningshúsa, en á öðrum
að einstökuin byggingum. Þannig voru í byggingu 130 fjós,
tæplega 100 heyhlöður, um 120 votheysgryfjur, auk 170 ann-
arra húsa. Það má fullyrða, að það eru aðeins 2—3 síðustu árin
af tímabilinu 1940—1948, sem verulegur skriður kemst á bygg-
ingu peningshúsanna, en ekki er að svo stöddu hægt að gera
tölulega grein fyrir, hvað hefur áunnizt á þessum árum eða
liver byggingaþörfin er.
Byggingarkostnaðurinn hefur hin síðustu ár farið hækkandi,
og við megum gera okkur það ljóst, að með þeim byggingar-
kostnaði, sem nú er, þá er vart hægt, þó skynsamleg bjartsýni
sé við höfð, að ætla, að bændum takist að gera það átak í bygg-