Búfræðingurinn - 01.10.1951, Síða 97
BÚFRÆÐINGURINN
95
ingamálum, að sveitirnar verði sæmilega hýstar £yrir fólk og
fénað á skemmri tíma en 25—30 árum. Þetta er sagt út frá
þeirri staðreynd, hvernig þessum málum hefur miðað áfram
hin síðustu ár, og með hliðsjón af því, að það eru fleiri stofn-
framkvæmdir í búrekstrinum, sem þarf að hrinda áfram sam-
tímis og sumar þeirra þola ekki bið, nema rekstrarafkomunni
sjálfri verði stillt í hættu.
Ræktunin þarf að haldast í hendur við aðrar framkvæmdir,
hún skapar aukið öryggi fyrir afrakstur búfjárins, og það þarf
arðbær bú til að standa undir byggingarkostnaði.
III. FJÖLGUN SVEITAHEIMILA.
Annar þáttur í byggingastarfi sveitanna er stofnun nýrra
heimila, sem byggð eru upp á landi frá hinum eldri jörðum.
Það hefur verið á það bent hér áður, að nýbýli hafi verið stofn-
uð af einstaklingum, er hafa áframhaldandi haldizt í byggð og
orðið að varanlegum bújörðum. Fyrr á tímum byggðust þess-
ar framkvæmdir eingöngu á nauðsyn og framkvæmdum ein-
staklinganna, án nokkurs stuðnings frá því opinbera, nema
hafi sveitarstjórnum endrurn og sinnum þótt hagfellt að stuðla
að framfærslu nauðleytamanna sinna á þennan hátt. Þó virð-
ist endrum og eins, að það hafi hvarflað að stjórnarvöldum
fyrri tíma, að nauðsynlegt væri að styðja viðleitni til nýbýla-
stofnunar.
Landsnefnd, sem skipuð var 1770, gerði tillögur til dönsku
stjórnarinnar um viðreisn atvinnuvega á íslandi. Hún átti
þannig frumkvæði að tilskipun, er út var gefin 1776, um stofn-
un nýbýla. Samkv. henni fengu nýbýlingar á ríkiseignum fría
ábúð og skattfrelsi í 20 ár. Engin spor marka þessi ákvæði, því
að framkvæmdir urðu litlar eða engar í þessum málum. Árið
1897 er tilskipun þessi numin úr gildi og samþykkt lög um ný-
býli, en aðalatriði þeirra laga felast í einni grein þeirra, svo-
hljóðandi:
„Nýbýli má stofna á eyðijörðum og í öðrum óbyggðum lönd-
um, sem enginn getur sannað eign sína á. Svo má og stofna ný-
býli í afréttum og í almenningi, ef viðkomandi sveitarstjómir