Búfræðingurinn - 01.10.1951, Side 98
96
BÚFRÆÐINGURINN
og sýslunefndir leyfa.“ Þessi lagaákvæði voru í gildi til 1936.
Þessi lög marka heldur engin spor til aukinna framkvæmda í
þessum málum. Ymsir áhugamenn um landbúnað hreyfa þó
þessu máli á ný, t. d. Jóliann Eyjólfsson á Alþingi 1914. Árið
1924 var stofnað félag í Reykjavík til að vekja áhuga á mál-
inu. Forgöngumenn þess voru Sigurður heitinn Sigurðsson,
búnaðarmálastjóri, Jón H. Þorbergsson o. fl. Skrifuðu þessir
menn um nýbýlamálið og ræddu það á fundum víðs vegar um
land þá á næstu árum.
Lög nr. 25. frá 1. febrúar 1936, um nýbýli og samvinnu-
byggðir, marka nýtt spor í þessum málum, og framkvæmdir
hefjast um það leyti til stofnunar nýrra býla, sem fá nokkurn
fjárstyrk og lán til framkvæmdanna. Það er talið í fasteigna-
mati 1940, að á árabilinu 1930—1940 hafi myndazt 572 nýbýli
á landinu. Á árunum 1936—1942, að báðum árum meðtöld-
um, njóta stuðnings úr nýbýlasjóði, samkvæmt lögunum frá
1936, 450 býli, svo að allmörg býli ættu að hafa verið stofnuð
án opinbers stuðnings, þá á næstu árum á undan. Þó er þess að
gæta gagnvart þessum málum, að nokkur hluti þessara býla eru
eldri jarðir, sem höfðu verið í eyði, og var endurreistur á þeim
húsakostur og þær teknar í ábúð á ný, því að lögin gerðu ráð
fyrir að jarðir, sem byggja þyrfti á öll hús og verið höfðu í eyði
í tvö ár, skyldu njóta stuðnings sem nýbýli væru. Á árunum
1941—1946 eru stofnuð nýbýli frá grunni, við jarðaskiptingu,
128 að tölu, en það svarar til, að stofnað hafi verið 21 býli að
meðaltali á ári. Hinn fjárhagslegi stuðningur, sem veittur hef-
ur verið þessum 128 býlum, er lánsfé með 4.5% vöxtum, að
upphæð alls kr. 5539.000 og byggingarstyrkir að upphæð
919.894 krónur.
Á þessu 10 ára tímabili, sem lögin frá 1936 voru í gildi, má
telja, að mikill árangur hafi náðst miðað við allar aðstæður.
Fjárráð voru takmörkuð til styrktar þessari starfsemi. Við-
skiptalega séð eru fyrstu árin af þessu tímabili landbúnaðinum
erfið og því ekki glæsilegt að leggja út á þá braut að hefja
ræktun og uppbyggingu býla frá grunni. Fyrir efnalitla menn
var á þeim árum fullerfitt að hafa tekjur af landbúnaði, til
framfærslu sér og sinna, þó ekki væri lagt í stórar framkvæmdir