Búfræðingurinn - 01.10.1951, Qupperneq 101
BÚFRÆÐINGURINN
99
kr. 97.890.00, þar af efniskostnaður 46.290.00 krónur og vinnu-
kostnaður kr. 51.600.00. Efniskostnaður í peningshús, flutning-
ur og fagmannavinna er 22 þúsund krónur, en yfirlit vantar um
heimavinnu við ræktun og peningshúsabyggingu. Útlagður
kostn. þessa nýbyggjanda er kr. 137.390.00, og vantar þá það,
sem hann og fjölskylda hans hefur lagt fram af eigin vinnu. Á
þessu l)ýli verður bústofninn, bæði nautgripir og sauðfé og
fullkominn húsakostur, ekki kominn fyrr en byggð hefur verið
heyhlaða við fjós og fjárhús með hlöðum.
Þó það virðist, samkvæmt þessu, erfitt viðfangsefni að end-
urbyggja sveitirnar og reisa þar ný heimili fyrir þá eðlilegu
fólksfjölgun, sem þar ætti að festast við búrekstur, j)á verðum
við að vera minnugir J)ess, að hér fær fólkið ekki aðeins þak yf-
ir höfuð sitt, fyrir þessar fjárhæðir, það fær í hendur aðstöðu
til framleiðslustarfa, er veitir því sjálfu framfæri, og auk j)ess
fær þjóðin aukning á neyzluvörum, sem þéttbýlinu er nauðsyn
á að fá. Þessi fjárfesting landbúnaðarins veitir jDjóðinni aukna
tryggingu fyrir betri lífsafkomu.
Hér hefur verið rakið í mjög stórum dráttum, að hverju
bændur liafa unnið á síðustu árum. Fyrir framtíð landbúnað-
arins og þjóðina alla, skiptir það miklu máli, að þessi jrróun
geti haldið áfram og að hún byggist upp á fjárhagslega örugg-
um giundvelli. Þar skipta miklu máli eftirgreind atriði:
1. Að ræktunarframkvæmdir þær, sem bændur liafa undirbú-
ið hin síðustu ár, stöðvist ekki, hvorki vegna skorts á þeim
efnivörum, er til ræktunarinnar þurfa eða af utanaðkom-
andi aðstæðum.
2. Að byggingaframkvæmdum í sveitum verði jiannig fyrii'-
komið, að þær verði hagkvæmar, endingargóðar og ódýrar.
3. Að byggingarefni verði fáanlegt á hverjum tíma eftir bygg-
ingarþörfinni og að nauðsynlegt vinnuafl fáist til að vinna
að byggingunum, menn er hafi þekkingu og æfingu í bygg-
ingarstörfum.
7*