Búfræðingurinn - 01.10.1951, Qupperneq 102
100
BÚFRÆÐINGURINN
4. Að hægt verði að fullnægja lánsfjárþörfinni til fram-
kvæmda.
Með lögum um jarðræktar- og liúsagerðarsamþykktir í sveit-
um er stefnt að því, að hin verklega hlið þessara mála verði
leyst með félagslegum samtökum bænda. Þetta hefur borið
mikinn árangur á sviði ræktunarmálanna. Um 70 ræktunar-
sambönd annast nú ræktunarframkvæmdir fyrir bændur, þau
framkvæma ræktunina fyrir kostnaðarverð. Er margt vel um
árangur af störfum ræktunarsambandanna. Ákvæðin um húsa-
gerðarsamþykktir stefna að sama marki fyrir byggingarfram-
kvæmdir sveitanna.
Þegar litið er til þess, hve byggingarþörfin er almenn, og að
því er virðist í stærri eða minni mæli fyrir hendi í hverri sveit,
og þegar það er athugað hins vegar, að fæstir bændur geta
byggt húsakost sinn sjálfir, þá má telja það nokkurt undrunar-
efni, hve hægt miðar að koma á fót þeim félagssamtökum, er
eiga að vinna að þessum málum fyrir bændur. í lögum nr. 7,
12. janúar 1945, er búnaðarsamböndum landsins veitt heim-
ild til að setja sér samþykkt um, að þau taki að sér byggingu
íbúðar- og útihúsa á sambandssvæðinu á þann hátt, að jiau ráði
til sín flokka byggingarmanna og leggi jreim til fullkomnar
vélar og tæki við vinnuna. Markmið Jsessara laga er vitanlega
að styðja að Jrví, að hraðað verði húsabótum og öðrum bygg-
ingaframkvæmdum í sveitum, og að bændur fái með þessum
liætti svo vönduð, smekkleg og ódýr hús, sem kostur er á. Það
Iiafa síðan 1945, er lögin gengu í gildi, verið stofnuð 4 lnisa-
gerðarsambönd; ná jirj ú þeirra yfir heilar sýslur, en eitt þeirra
yfir tvo hreppa. Undirbúningur hefur að vísu verið fram-
kvæmdur í fleiri héruðum um stofnun húsagerðarsambanda,
og vera má að frekari skriður komi á þessi mál á næstunni, en
það er nokkurt undrunarefni, að samtakamætti til félagslegra
átaka i þessu nauðsynjamáli hefur ekki verið betur beitt en
ennþá er orðið, og það því fremur, sem reynslan af slíkum
samtiikum í ræktunarmálum hefur nú þegar sýnt góðan ár-
angur.
Það eru tvenn lög, sem ætlað er Jrað hlutverk að leysa láns-