Búfræðingurinn - 01.10.1951, Side 103
BÚFRÆÐINGURINN
101
fjárþörf landbúnaðarins, lögin um landnám, nýbyggðir og end-
urbyggingar í sveitum, hitt eru lögin um Ræktunarsjóð Islands.
Byggingarsjóður. Til hans er stofnað með landnámslögunum
1946. Stofnlé þess sjóðs er gamli Byggingarsjóður Búnaðar-
Itankans, Nýbýlasjóður og Smábýladeild Búnaðarbankans, svo
og 10 milljóna lán, er ríkissjóður á að útvega stofnuninni.
Byggingarsjóður lánar til endurbyggingar íbúðarhúsa á
sveitabýlum, ennfremur til íbúðar- og peningshúsa á nýbýlum,
sem stofnað er til við skiptingu jarða, og til byggingar íbúðar-
og peningshúsa í byggðarhverfum, ef stofnuð verða. Lánin eru
veitt til 42 ára, vextir 2%, jöfn árgjöld, og nema vextir og af-
borgun 3.5417% af lánsfjárhæðinni. Lánsfjárhæðir hafa, vegna
vöntunar á fé og mikilli eftirspurn lána, ekki getað nálgazt það
ltámark, sem lögin gera ráð fyrir, en það er 75% af matsverði
umbótar, og hefur síðustu tvö ár vart orðið nerna 40—50%, þó
aldrei hafi hærra lán verið veitt en 45 þúsund krónur á býli. —
Meðan á byggingu stendur, eru veitt bráðabirgðalán, nokkur
lduti endanlegs láns, og eru vextir af þeirn 5%, þar til fulln-
aðarlánin fást, þegar húsin eru fullgerð.
Til bygginga peningshúsa á jörðum í sveit og til ræktunar
eru veitt lán úr Ræktunarsjóði. Ræktunarsjóði eru ætluð mörg
önnúr lánahlutverk, sem fara langt fram úr þeirri fjárhagsað-
stæðu, er honum er veitt. Honum er aðeins ætlað hálfrar millj.
króna framlag á ári í 10 ár, eða 5 milljónir alls til viðbótar því
stofnfé, er til var 1946. Lánstími er 5—25 ár, vextir 2.5%. Láns-
fjárhæð má ekki nema meira en 30% af matsverði umbóta, senr
styrkur er veittur til samkvæmt jarðræktarlögum, og allt að
00% af matsverði umbóta, er ekki njóta styrks samkvæmt jarð-
ræktarlögum.
Reykjavík í desember 1949.
Pálmi Einarsson.