Búfræðingurinn - 01.10.1951, Síða 116
114
BÚFRÆÐINGURINN
amsþunga sem skepnan bætir við sig af ákveðnu fóðurmagni.
Hann setti l/, kg. af höfrum sem eina fe. (1 kg. Bland-sæd) og
miðaði aðrar fóðurtegundir þar við. Fengust þannig hinar
svonefndu jafngildistölur, sem sýna, hve mikið þarf af einni
fóðurtegund í stað annarrar. Þetta getur þó verið villandi, ef
ekki er um leið tekið tillit til efnasamsetningar fóðurtegund-
anna. Sem dæmi má nefna, að 1 kg. af maís getur ekki í öllum
tilfellum komið í staðinn fyrir 1 kg. af síldarmjöli, þótt orku-
innihaldið sé næstum það sama. Hér ræður úrslitum að meiri
hlutinn af orku síldarmjölsins er bundinn í eggjalivítu, en
maís inniheldur aðeins fá % af eggjahvítu, en skepnur geta
auðveldlega liðið og fallið tir eggjahvítuskorti, þótt orku-
innihald fóðursins sé nóg, ef ekkert af þessari orku er bundið
í eggjahvítu. Ef jafngildistölurnar væru notaðar gæti það leitt
til óskynsamlegrar og hættulegrar fóðrunar.
Norðurlönd fengu sömu einingu fyrir fóðurmati og fóður-
útreikningum árið 1915. Þá er eitt kg. normal bygg sett sem
ein fe. Fóðureiningin er miklu betra tákn en jafngildistölum-
ar, þar sem hún segir til um orkuinnihald og einnig skal gefa
upp magn meltanlegrar eggjahvítu í hverri fóðureiningu. Fóð-
ureining sú, sem samþykkt er fyrir Norðurlönd árið 1915
nefnist hin skandinaviska fóðureining. Síðan er hún notuð til
þess að gefa upp fóðurþörf til viðhalds, vaxtar og afurðamynd-
unar.
Að framan er því sýnt:
1. Að hægt er, ef þekkt er efnasamsetning, meltingartölur
næringarefnanna og gildistala fóðurtegundarinnar, að
reikna út, hve margar ste. eru í hverri þyngdareiningu fóð-
urs.
2. Að 1 ste. er = 2356 nettó hitaeiningar.
3. Að 1 kg. af byggi er = 1 skandinavisk fe. = 0.75 ste. mið-
að við mjólkurframleiðslu.
Prófessor Möllgaard hefur skilgreint fóðurgildi fóðurteg-