Búfræðingurinn - 01.10.1951, Síða 119
Brot úr ferðasögu
Eftir Sigurjón Steinsson
Sumarið 1948, 19. júní, vorum við áttmenningarnir úr
framhaldsdeild Hvanneyrarskólans snemma á fótum. Við er-
um staddir í Reykjavík, en för okkar er heitið til framandi
landa: Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Undanfarið hafði
Guðmundur Jónsson skólastjóri, unn'ið að því að utvega far-
areyri og skipuleggja ferðalagið svo mikið, sem það var hægt
hér heima, og nú verður hann fararstjóri okkar.
Við erum ekki einu farþegarnir, sem fljúgum með loftskip-
inu Heklu til Noregs í dag. í þessari ferð eru 12 sunnlenzkir
hændur, með Árna Eylands og frú í fararbroddi.
Ferðalagið urn Noreg var þegar skipulagt, og áttum við
nemendurnir og bændurnir, ásamt auðvitað fararstjórum okk-
ar, að fylgjast að um Noreg.
Klukkan firnm mín. fyrir átta hóf Hekla sig til flugs af
Reykjavíkurflugvelli. Hún bar okkur frá landi og brátt var
það horfið sjónum okkar.
Tilgangur fararinnar var sá, að við áttum að kynna okkur
staðhætti og atvinnulíf þessara þriggja frændþjóða okkar, svo
og upplyfting. — Fyrst og fremst áttum við að heimsækja þá
staði, sem til fyrirmyndar væru á einhverju sviði landbúnaðar-
ins, og var ferðaáætlunin miðuð við það.
Ferðin yfir hafið gekk með ágætum, og lentum við á Sóla-
flugvelli eftir fimm stunda flug. Þar var tekið á móti okkur af
formönnum bændasamtaka á Jaðri. Eftir að hafa notið hress-
ingar leggjum við af stað til Stavanger. — Um kvöldið tala far-