Búfræðingurinn - 01.10.1951, Page 124
122
BÚFRÆÐINGURINN
Þá komum við á aðra tilraunastöð, þar sem 15 vélum var á að
skipa. 6 þeirra á tilraunastöðin, en hinar 9 eru í einkaeign.
Þessar vélar eru svo lánaðár út meðal bænda, lengst 14 km.
Samanburður er gerður á því, hvort bændurnir hafi gagn af
vélunum fram yfir hestavinnu. Vélamar koma venjulega heim
á kvöldin. Verðið á klukkustund var kr. 11.25 til kr. 15.55 eft-
ir stærð vélanna, en væri unnið mikið í stað var 10% afsláttur.
Danmörk er andstæða við Noreg hvað landslag snertir. Til
er það í Danmörku, að ræktarlönd liggi fyrir neðan sjávarmál
við flæði. Noregur iiins vegar fjöllóttur, með þröngum fjörð-
um og vogum.
Ferðalagið er nú senn á enda.
Ég hef drepið hér á nokkur helztu atriðin úr ferðasögunni.
Ferðalagið var í alla staði ánægjulegt og lærdómsríkt. Það
var hvort tveggja, að fólkið var alúðlegt, boðið og búið að leysa
hverja bón okkar, og svo veðrið, sem alltaf var svo gott, að ekki
varð á annað betra kosið.
Laugardaginn 10. júlí fljúgum við heim.
Væri ég spurður að því, í hverju þessi ferð hefði verið lær-
dómsríkust, mundi ég svara þessu: Að heim hefðum við farið
með meiri bjartsýni á getu og framgang íslenzks landbúnaðar,
en við hefðum áður haft.
Á íslandi er gott að búa.
Sigurjón Steinsson.