Búfræðingurinn - 01.10.1951, Page 127
BÚFRÆÐINGURINN
125
En hitt er fráleitt, að algildar reglur verði settar um, hve langt
þurfi milli skurða og ræsa.
Athugum málið nánar. Jurtirnar skipa sér af sjálfsdáðum
í gróðurfélög, eftir rakastigi jarðvegarins. Gróðurfélögin á
urðu Landi eru aðallega þrjú: Mýrlendi, þar er vatn næstum
stöðugt í jarðvegi upp við rætur, og gróður rnest liálfgrös. Vall-
lendi, þar er mikið af jurtaleifum, en loft svo í gróðurmold, að
rotnað getur og aðaljurtir af grasætt. Hið þurrasta land er
holtið, þar ber venjulega lítið á lífrænni mold og aðaljurtimar
lyng eða hrís og kjarr, þar sem ekki er of urið.
Nú eru gömlu túnin okkar vaxin puntgiösum, þ. e. þeim
jurturn, sem á ósnortnu landi mynda valllendisgróðurinn. Sum
túnin hafa í upphafi verið valllendi, önnur hafa verið holt,
sem hlotið hafa lífræn efni í mold með áburði.
Æskileg framræsla er að skapa heppilegasta rakastigið fyrir
valllendisjurtir. Víða um láglendi hafa ár, lækir og vatnsrásir
skapað hið náttúrlega valllendi. Framræsla er fólgin í því að
skapa jarðvegsvatni slíka farvegi. Nú sjáum við, að sums staðar
eru aðeins mjóar spildur þurrar með lækjum, en annars stað-
ar breiðar. Alveg sama verður uppi á teningnum, þar sem t. d.
vegaskurðir hafa verið gerðir af mönnum. Sums staðar breyt-
ast fleiri hundruð metra breiðar spildur neðan við skurðina í
valllendi á fáum árum og allar mýrarjurtir hverfa. Annars
staðar koma upp dý, eftir sem áður, rétt við skurðina. Þetta
geta allir séð, sem fara um landið með opna athygli. Hér er
ekki einvörðungu undir halla landsins komið, heldur undir
legu þeirra jarðlaga, sem ráða rennsli vatns um jarðveginn.
Nú er Ijóst, að bezt er að losna við óþarfa skurði, þeir eru
dýrir og hindra oft umferð og vinnslu landsins. Ekkert er frá-
leitara en að gefa út algildar reglur um það, livað þétt skuli
ræsa. Það þurfa slyngir og fróðir menn að skoða landið, og
finna þarf, ef unnt er, einhver lögmál, sem hinar óræðu vatns-
æðar lúta. Eflaust er bezt að hafa alla skurði svo djúpa og fáa
sem unnt er. Víðar en nú er gert má láta vatnið sjálft grafa,
jafnvel ofan f möl eða móhellu, sem undir liggur, og verður
það tryggasta framræslan að komast niður úr hinum lausu