Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 130
128
BtíFRÆÐINGURINN
raunir meff notagildi ýmiss konar fiskúrgangs til þess að plægja
niður móts við annan áburð? Mundi eigi borga sig fyrir bænd-
ur, sem búa nokkuð frá verstiið, að flytja slíkan áburð á ný-
rækt sína?
GERFIÁBURÐUR. Sífelldar brýningar heyrum við bændur
og brigslanir um heimsku, vegna þess að við notum einhliða
köfnunarefni á túnin. Ég hef nú, og mínir grannar, notað
köfnunarefnisáburð í meir en tuttugu ár. Undantekningarlaust
hefur hann unnið stórvirki og margborgað sig. Við höfum bor-
ið hann á einan sér eða með húsdýraáburði, og nú í seinni tíð
bæði að vori og milli slátta, og verður af honum því meiri gróði,
sem betur er á borið.
Allt öðru máli gegnir um fosfórsýru. Þeim áburði hefur
stundum verið neytt upp á okkur. Reynsla mín er þessi: Ég hef
borið fosfórsýruna á til og frá um túnið: Á gamalt hóltún, á
nýrækt úr vel ræstri mýri, á nýrækt úr holtajörð og sléttur úr
gömlu túnþýfi. Ég lief borið mikið á suma bletti, margfaldan
skammt. Aðeins einu sinni sn ég nrangur d örlitlum bletti, þar
sem vatnsagi hafði legið á um vorið. Þennan blett makaði ég
með fosfórsýru og kah' ásamt köfnunarefni næsta vor, en án nlls
nrangurs pá, fram yfir það sem var, þar sem köfnunarefnið var
eitt saman. Sömu sögu hafa allir mínir nágrannar að segja af
fosfórsýruáburði á gömul tún: Við iiöfum eytt hundruðum
króna til að kaupa fosfórsýru að ráði búvísindanna og kastað
því fé í sjóinn.
Hér er enn eitt dæmi þess, að búfræðin okkar telur erlenda
reynslu sem algilda liér, í stað þess að stofna til rannsókna, ]rar
sem hægt væri að prófa moldina og segja iiverjum bónda, hvaða
áburð honum er hentast að nota.
BÚFÉÐ. — í nágrannalöndunum eru fyrir löngu komin upp
kynföst búfjárkyn hesta, kúa og sauðfjár. Þetta er verk búvís-
indamanna fyrir lmndrað árum. Hér búum við ennþá við villta
og kynfestulausa stofna, sem tilviljun lagði grundvöll að fyrir
meir en þúsund árum.
Hestar okkar eru dáðir, og hestamennsku sinni hrósa marg-