Búfræðingurinn - 01.10.1951, Side 132
130
B Ú FRÆBIN GURINN
ar fornu sauðíjárrækt, en Skagfirðingum og Húnvetningum
væri skylt að bera fyrir hrossa„ræktina“ sína.
Það er bezt að viðurkenna sannleikann. í nálægt því hundrað
ár (frá 1840—1940) voru Þingeyingar með kynbótatilraunir á
sauðfé, og um langt skeið hrósuðu þeir sér af því að eiga rækt-
að fé og afurðamikið. Nú er þessi suður-þingeyski fjárstofn að
mestu aldauða. Við höfum fengið fé vestan af Fjörðum, órækt-
að náttúrukyn, sem öllum kemur saman um að sé í senn liraust-
ara, harðgerðara og afurðameira en hið „ræktaða fé“ okkar
var. Kynbætur hundrað ára hafa engan jákvæðan árangur bor-
ið. Ef til vill nokkurn neikvæðan, þ. e. að úrvalið til ,,kynbóta“
hafi verið öfugt við það sem skyldi.
Við, sem keyptum vestra, fengum leiðbeiningar um það, á
hvaða bæjum væri „bezt“ fé. Yfirleitt vorum við varaðir við að
taka hrúta á bæjum, sem lágu til annesja. Þar væri rýrt fé. Aft-
ur á móti var okkur venjulega ráðið til þess að taka hrúta hjá
bændum, sem bjuggu til fjarðarbotna eða fjalldala, þeir ættu
ágætt fé.
Reynslan er alveg þveröfug. Útnesjaféð reyndist i flestum
tilfellum hraustara og afurðameira, þegar hér kemur. Fjárrækt-
in á Vestfjörðum virðist að engu hafa staðið framar en hér. Að-
eins þetta: Vestfirzka féð er minna skemmt af neikvæðri rækt-
un en okkar gamla fé var. Nú er það eflaust, að hægt er að
kynbæta og festa hæfileika til mikils afurðamagns hjá íslenzka
sauðfjárkyninu sem öðrum húsdýrum. Aðeins þessi galli: Eng-
inn sauðfjárræktarmaður á íslandi hefur ennþá haft skímu um
það, hvernig sauðfé á að vera skapað, til þess að gefa sem mest-
an arð samanborið við tilkostnað.
Ég hef vikið að ýmsum atriðum, þar sem mér virðist bú-
fræðiþekkingu okkar ábótavant. Ég hef gripið niður, af handa-
hófi, en alls staðar er skortur á raunhæfri reynslu, svo að vís-
indi megi teljast. Hér er þörf úrbóta, hér er verksvið fyrir unga
menn með frumlegar gáfur og hugkvæmni, að fara þá mennta-
braut, sem þarf til þess að geta numið nýjar lendur búvísind-
anna. Miðlungsmenn eða minni að áhuga verða þar ekki að
gagni.