Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 135
BÚFRÆBINGURINN
133
mörgu öðru, verðum við að læra af sauðfjárræktarþjóð, senr
frernst mun vera í Evrópu í þeirri framleiðslugTein, nefnilega
skozkum bændum.
Árlega þurfum við að senda nokkra unga menn, sem hugsa
sér að hafa sauðfjárrækt og fjárgæzlu að aðalstarfi, til Skot-
lands, ýmist til vetrardvalar eða ársvistar. Meðal annars, sem
þessir menn myndu læra, er að nota hina frægu, skozku fjár-
hunda, og finna hversu geysimikill og ódýr vinnukraftur ligg-
ur í góðum fjárhundi. Það er leitt að þurfa að segja það, að þó
að við höfum stundað sauðfjárrækt í þúsund ár, höfum við að
mjög litlu leyti lært að nota hunda rétt við sauðfjárgæzlu, og
fráleitt rnikið meira en einn þúsundasti af hundum okkar, sem
geta talizt góðir fjárhundar, t. d. á borð við þá skozku.
Mér virðist að hundar okkar séu yfirleitt afar illa vandir
eða alls ekki vandir. Þeir elta bifreiðar, gelta að gestum eða
þjóta kjaftandi á eftir sauðfénu, án þess að hafa hugmynd um,
að þeir eigi að smala því að fjárgæzlumanninum eða smalan-
um, og valda stundum meira ógagni en hagnaði. Fjármaðurinn
verður því oft og einatt að þenja sig kringum sauðféð með
miklu erfiði og á löngum tíma, og einmitt að vinna það verk,
sem aðrar sauðfjárræktarþjóðir láta hunda sína gjöra. Sjálfur
fer fjármaðurinn skammt og án alls erfiðis, en stjórnar liund-
inum. Algengt er það erlendis, að einn maður reki nokkur
hundruð fjár með t. d. tveim lmndum.
Laust eftir aldamótin síðustu fóru þeir bræður, Jón og Hall-
grímur Þorbergssynir, til Skotlands og stunduðu þar sauðfjár-
rækt og fjárgæzlu. Þeir bræður hafa um langt skeið verið með
beztu fjárræktarmönnum þessarar þjóðar, enda þekktir um
land allt. Slíka menn þurfum við að eignast sem flesta, en sem
sagt, þá eigum við þó nokkuð enn eftir til að ná því menning-
arlega valdi yfir sauðfjárræktinni, sem fremstu sauðfjáiTæktar-
þjóðir hafa, en því marki verðunr við að ná á sem skemmstum
tírna.
Það er áður minnzt á þá heyaukningu, sem verða mun á ná-
lægum tíma. Að öll sú fóðuraukning fari yfir á nautpenings-
ræktina, er vart hugsanlegt, af þeim ástæðum, sem nú skal
gieina: