Búfræðingurinn - 01.10.1951, Qupperneq 136
134
BÚFRÆfilNGURINN
í fyrsta lagi tekur það langan tíma, og þarf mikiÖ fjármagn
til, að byggja yiir þann nautpening, því að fjós þurfa að vera
mjög vönduð og eru því dýr.
í öðru lagi tekur það talsvert langan tíma að koma upp góð-
um mjólkurkúastolni.
í þriðja lagi lendum við fljótlega í vandræðum með undan-
rennuna, eða ostaframleiðsluna, þó að við liöfttm sæmilegan
markað fyrir smjörið, bæði innanlands og utan. Um sauðfén-
aðarframleiðsluna er öðru máli að gegna. Það er tiltölulega
fljótlegt að koma upp sauðfjárstofni, þar sem ganga má út frá,
að tveir þriðju hlutar af ánum eða meir verði tvílembdar. Hús
yfir sauðfé mega og eiga að vera afar einföld, t. d. einfaldir
steinveggir og járnþak á rimlum og mænirinn opinn. Verður
þá nær því jafn liiti í húsinu og úti. í slíkum húsum liggur féð
á þurru gólfi, þó vel sé gefið, livað þá ef beitt er. Það er aug-
Ijóst mál, að slík hús eru afar ódýr, og munar það miklu, eða
að byggja yfir náutpening. Hvað viðvíkur markaðsmöguleik-
um fyrir sauðfjárafurðir, þá eru þeir miklir og góðir, það er að
segja þegar við erum komnir í jafnhæð við okkar viðskipta-
lönd um verðlag og kaupgjald, en það förum við annað livort
nanðugir eða viljugir á næstu árum.
Girðingar.
Fyrir um það bil 40 árum fóru bændur nokkuð almennt að
girða tún sín með gaddavír. Brátt var svo lagt í það að girða
engjateiga og síðast komu svo víðáttumiklar hagagirðingar til
framkvæmda. Flestar urðu þessar girðingar afar endingarlitlar
og varð furðu fljótt lítil varzla í þeim. Stafaði þetta mjög mikið
af þremur orsökum.
í fyrsta lagi voru girðingastaurar þeir, sem hingað fluttust
frá útlöndum, ákaflega lélegt timbur, sem aðallega var notað í
pappírs- og cellnlósaverksmiðjum. Þegar líkir staurar voru
notaðir, ófúavarðir og ekki afbarkaðir, varð endingin ótrúlega
skammvinn, þetta 3—5 ár í móa- og melajarðvegi, en nokkru
lengri ending í mýrum. Töluvert annað varð upp á teningnum
hjá þeim, sem voru svo heppnir að ná í rekaviðarstaura, en það