Búfræðingurinn - 01.10.1951, Qupperneq 137
BÚFRÆÐINGURINN,
135
var tiltölulega lítill hluti af allri girðingalengdinni, sem þjóðin
girti á þeim árurn.
í öðru lagi var umbúnaður horna og hliðstólpa af vankunn-
áttu gjörður. Þó grjót væri sett með þeim þá lyfti holklakinn
þeim sífellt upp og slakaði þá um leið á girðingunum og sauð-
fé tók til að smjúga þær. Þessi galli var því miður afar almenn-
ur, en hafði afgerandi þýðingu fyrir vörslugildi þeirra.
í þriðja lagi var það gaddavírinn sjálfur, sem vægast sagt var
ákaflega misjafn. Margir vildu útvega og selja gaddavír, því að
kaupendur voru geysimargir. Var þá oftar spurt og talað um
verð en gæði. Höfuðgallinn var slærn zinkhúðun á vírnum, svo
og strjálir gaddar og of stuttir. Stundum var vírinn of grannur,
tognaði hann þá likt og ullarband ef t. d. kind liljóp á hann.
Þetta, sem hér liefur verið drepið á viðkomandi girðingun-
um, orsakaði það, að girðingarnar komu að allt of litlum not-
um, og það sem verra var, að þær vöndu sauðféð á það, að þrá-
reyna að smjúga í gegnum girðingarnar. Sumar kindur urðu
svo leiknar í þessu, að góðar girðingar héldu þeim ekki..
Einmitt þessi þáttur hefur verið erfiður viðfangs og verður,
þangað til girðingarnar verða gjörðar svo góðar, að sauðfénað-
ur hættir að leita á þær. Þannig er það í stóru landbúnaðai'-
löndunum.
Eftir að „mæðiveikin" og pestargirðingarnar komu til fram-
kvæmda, var farið að beita rneiri verkfræðilegri þekkingu og
verkkunnáttu við niðursetningu girðinganna og vanda val
gaddavírs. Þá var eingöngu farið að nota fjóryddan vír með
löngum álmurn. Strengjafjöldinn aldrei færri en sex. Þessar
girðingar hafa reynzt ágætlega, ef þær voru þannig lagðar, að
ekki lægi á þeim snjóskaflar.
í framtíðinni verða allar girðingar gjörðar líkar og pestar-
varnargirðingarnar, nema enn vandaðri, að því leyti, að allir
tréstaurar verða gegndreyptir í fúaverjandi vökva; þá verður
einnig farið að nota ,,galvaniseraða“ járnstaura. Því miður má
segja um hliðin yfirleitt, að þau eru þjóðarlöstur sem verður
að lagast. Umfram allt verða bændur að vanda svo girðingarn-
ar, að þær séu ætíð örugglega fjárheldar, annars fer kostnaður
og fyrirhöfn út í sandinn.