Búfræðingurinn - 01.10.1951, Page 161
BÚFRÆÐINGURINN
159
Búnaðarsaga.
1. Hvernig var landnámi íslands háttað?
2. Hverjar vorn helztu útflutnings- og innflutningsvörur Islendinga á
Þjóðveldistímanum?
8. Hver var mestur landbúnaðarfrömuður íslendinga á 17. öld og (
hverju voru búnaðarframfarir hans fólgnar?
4. Hverjar eru helztu sannanir þess, að kornrækt hafi vcrið hér á landi
í fornöld, og hverja þrjá menn viljið þið nefna, sem kunnir eru
fyrir hana á síðari öldum?
5. Hvenær var verzlun hér á landi gefin frjáls við alla þegna Dana-
konungs, og hverjir eru þeir tveir íslendingar, sem talið er að hafi
átt mestan þátt í því?
6. Hvaða heyvinnuvélar voru fyrst fluttar hingað til lands, og hvenær
var það gert?
7. Gerið grein fyrir þvi helzta, sem gert hefur verið til jiess að auka
og bæta kjötframleiðsluna hér á landi.
8. Hvar og hvenær var fyrsta hreppabúnaðarfélag landsins stofnað og
hver eru helztu störf búnaðarfélaga?
9. Hvaða búnaðarrit eru árlega gefin út hér á landi, og hverjir eru
útgefendur þeirra?
10. Gerið grein fyrir skipun Búnaðarþings og stjórnarkosningu Búnað-
arfélags íslands.
Flatar- og rúrnmálsjrœÖi.
1. Hvað er rúmmál réttliyrnds líkama, sem er 3 m. á lengd, 1,5 m. á
breidd og 0,4 m. á hæð?
2. Þríhyrndur flötur hefur eina hlið 184 m. á lengd, hæð á hana 42 m.
Hvað er flatarmálið?
3. Gólfflöt, sem er 8 m. á lengd og 6 m. á breidd, á að dúkleggja.
Hvað þarf marga lengdarmetra at' dúk 1,5 m. breiðum á gólfið?
4. Flötur að lögun sem skakkhyrndur ferliyrningur, helur aðra horna-
línuna 66,4 m. á lengd. Hornréttar línur lrá lienni út í hin horn
flatarins eru 29,4 m. og 40,6 m. Finn flatarmálið.
5. Hvað er flatarmál jafnarma þríhyrnings, þegar armarnir eru 5 m. á
lengd hvor og ummál þríhyrningsins er 16 m.?
6. F'erningslöguð nýrækt er 2,9584 ha. að flatarmáli. Hvað er mikið
eftir óslegið af nýræktinni, þegar búið er að slá 24 umferðir með
1,5 m. breiðum sláttuvélarljá?
7. Hringbogi er 12 gráður og er liann 24 cm. á lengd. Finn flatarmál
hringgeirans.
8. Hvað er rúmmál fötu, sem er 32 cm. að þvermáli að ofan, 28 cm.
að þvermáli að neðan og 25 cm. á hæð?
9. Hvað er flatarmál reglulegs sexhyrnings, þegar ummál umritaðs
hrings er 37,68 cm.?