Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 46
Aslaug Friðriksdóttir, Jóhanna Símonardóttir og Sirrý Hallgrímsdóttir, stofnendur Sjá -fyrirtœkis sem sérhœfir sig í notendaprófunum, ráðgjöf og hvers kyns úttektum og mati á vefium og kerfum. Mynd: Geir Olajsson Til að vefirnir skili arði... r Aundanförnum árum hefur orðið gífurleg uppbygging vefla á Is- landi. Flest öll fyrirtæki hafa sett upp vefi og margir hafa farið út í mikla vinnu við að setja upp verslanir og önnur gagnvirk kerfi í þeim til- gangi að koma starfsemi fyrirtækja sinna út á Netið. Ekki þarf að orð- lengja það frekar að gífurlegum fjár- munum hefur verið kostað í þessa vinnu og auðvitað var markmiðið að þeir skiluðu þessum fyrirtækjum tekj- um til baka. Sjá miðar að því að að- stoða fyrirtæki við að endurskoða vefi sína og gera þá aðgengi- legri fyrir notandann til þess, að sjálfsögðu, að hann nýti sér þá þjónustu sem vefurinn hefur upp á að bjóða og eins til þess að hann hafi áhuga á að heimsækja hann aftur,“ segja stofnendur fyrirtækisins, þær Sirrý Hallgrímsdóttir, Jóhanna Símonardótt- ir og Aslaug Friðriksdóttir. „Rannsóknir sýna að reynsla notenda hefur úrslitaáhrif á notkun og vinsældir veija eða kerfa. Skoða verður upplifun not- enda til þess að geta gert betur í hönnun og uppbyggingu. Ef notendur finna ekki þá þjónustu sem þeir leita að geta þeir ekki nýtt sér hana. Krafa notenda í dag er að þjónustuferlið sé í sam- ræmi við væntingar notandans út frá því sem hann þekkir áður. Það þykir því óhætt að staðhæfa að með því að bæta nytsemi og aðgengi notandans má tvöfalda notkun vefsvæðis," segir Sirrý Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sjá. „Sjá veitir ráðgjöf óháða framleiðslunni sjálffi en ráðgjöfin er algjörlega miðuð út frá þörfum og væntingum notandans. Sjá nýtir þá þekkingu sem safnast hefur með rannsóknum á hegð- un notenda því notandinn er uppspretta þess að vefir og kerfi gangi upp og skili þeim sem standa að þeim arði.“ Notendur komi aftur í flestum tilfell- um má setja vefi í tvo flokka. Annars vegar upplýsingavefi um fyrirtæki og stofnanir og hins vegar vefi sem hafa mikla gagnvirkni og í sumum tilfellum má segja að fyrirtæki hafi „internet- vætt“ starfsemi sína. Flestir úr fyrri hópnum glíma við það vandamál að viðhald veijarins var vanmetið í fyrstu og sjá fram á að tals- verðum kostnaði þarf að fórna í vef sem skilar fyrirtækinu ekki sýnilegum hagnaði. Flestir úr seinni hópnum eiga hins vegar við það vandamál að stríða að hafa kostað til miklum íjármunum við að búa til kerfi sem ekki eru að skila fýrirtækinu þeim hagnaði sem í upphafi var gert ráð fyrir. ,AUt okkar starf miðar að því að gera vefi notendavænni þannig að notendur vilji koma aftur og nýta sér þá. Þannig skil- ar vefurinn meiri tekjum,“ segir Sirrý jafnframt. Oháðar prófanir Þremenningarnir sem stofnuðu fyrirtækið hafa starfað við upplýsingatækni um nokkurt skeið. Þær hafa lengi haft áhuga á notendaprófunum en komust snemma að þeirri niðurstöðu að mikilvægt væri að sami aðilinn væri ekki bæði í framleiðslu vefla eða kerfa og prófunum á þeim. Því ákváðu þær að stofna Sjá, sem sérhæfir sig í nytsemismæling- um og úttektum á viðmóti. Fyrirtækið sér um prófanir og veitir fyrirtækjum ráðgjöf sem miðar að því að bæta viðmót, hönnun og innra skipulag velja. Með því að kanna vandamál sem upp koma við notkun- ina á vefnum og leggja mat á hann, bæði hvað varðar virkni og viðmót, sparast kostnaður vegna endurhönnunar, nytsemin eykst verulega og líkurnar á vinsældum veijarins aukast. Fyrsta fyrirtœkið sem sérhæfir sig í prófunum á viðmóti vefia og hvers kyns kerfum, leikjum eða hugbúnaði hefur verið stofnað á Islandi. Það heitir Sjá ehf - viðmótsprófanir og að því standa prjár ungar konur. Hvers vegna stofn- uðu pærpetta fyrirtœki? Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardótíur 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.