Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 17
VIÐTflL VIÐ KRISTENN EINflRSSON í NOREGI
Texli og mynd: Guðrún Helga Sigurðardótlir
□ norska bókamarkaðinum eru þrjú stór fyrirtæki, sem
reka bókaklúbba, og er fyrirtækið sem Kristenn
Einarsson stýrir, De norske bokklubbene, stærst með
um 52% markaðarins og tíu bókaklúbba innan sinna vébanda.
Fyrirtækið hefur vaxið hratt, fyrir tíu árum voru félagarnir
um 350 þúsund talsins en í dag eru þeir um 700 þúsund. Sama
gildir um veltuna, hún nam 300 milljónum norskra króna fyrir
tíu árum, í dag nemur hún 620-630 milljónum norskra króna,
eða um 7,3 milljörðum íslenskra króna. Starfsmenn bóka-
klúbbanna eru um 210 talsins í dag og fara þrjár milljónir
bóka út úr fyrirtækinu á hverju ári.
Vonbrigði með Netið Bókaklúbbarnir eiga stórafmæli í ár, elsti
klúbburinn er 40 ára og bókaklúbburinn Nýjar bækur er 25 ára.
A þessu merkisári hefur fyrirtækið rutt brautina í bókasölu á
Islendingurinn Kristenn Einarsson, forstjóri De norske bokklubbene,
fyrirtækisins sem er með flesta bókaklúbbana og hefur rúmlega helm-
ing markaðarins í Noregi.
Stýrir norsku bókaklúbbunum
Netinu en fyrir hálfu ári var opnuð verslun á slóðinni
http://www.mao.no meðan bókaklúbbanna er að finna á
http://www.bokklubbene.no. Kristenn segir að þetta sé
fyrsta norska bókaverslunin á Netinu og þar sé úrvalið
mest, hægt að velja u.þ.b. 1,8 milljón titla. Innan fyrirtæk-
isins hafa orðið nokkur vonbrigði með viðtökurnar á
N etinu. Aðeins eitt prósent af bókasölunni fer fram á N et-
inu meðan áætlanir höfðu gert ráð fyrir 2-3 prósentum.
Kristenn bendir á að 5-6 prósent af bókasölu í Bandaríkj-
unum og Bretlandi fari fram á Netinu og telur að
nokkurn tíma taki að vinna þessari verslun sess meðal
Norðmanna. „Þetta hefur ekki gengið eins vel og við
reiknuðum með en við höldum áfram að reyna. 10-14
prósent af meðlimum Bókaklúbbanna nota Netið núna
og það er ágætt. Við áætlum að eftír tvö til þrjú ár verði
tvær til þrjár stórar netbókabúðir í Noregi og að okkar
verslun verði ein þeirra."
I tilefni afmælisársins er ýmislegt á döiinni hjá fyrir-
tækinu, m.a. verður valin besta bók ársins og svo hefur
verið valin besta bókin í 25 ár. Fyrir valinu varð bók Her-
bjargar Wassmo, „Dinas bok“. Svo skemmtílega vill tíl að
um þessar mundir er einmitt verið að kvikmynda þessa
bók en í aðalhlutverki verður franski leikarinn Gerard
Depardieu.
í Stjórn kvikmyndasjóðs Kristenn er þekktur í norsku
menningarlíii og hefur notíð mikils trausts af hálfu menn-
ingarmálaráðherra Noregs, Ellen Horn. Hann tók sæti í
sijórn kvikmyndasjóðsins Norsk Filmfond fyrir beiðni
ráðherrans en sjóðurinn deilir út rúmlega 2 milljörðum
íslenskra króna á hverju ári. Fyrir ári ákvað Kristenn eft-
ir skamma umhugsun að hafna boði um að gerast út-
varpsstjóri norska ríkisúrvarpsins, NRK, og það þó að
hann vissi að hann hefði stuðning ráðherrans. „Mér
finnst ágætt að vinna með bækur. Utvarpsstjórinn er
stöðugt í sviðsljósinu og það höfðar ekki mikið tíl mín.
Þegar þetta mál kom upp var upplýsingum stöðugt lekið
í Jjölmiðla. Mér fannst ekki spennandi tilhugsun að vinna með
hripleku útvarpsráði,“ segir hann. H3
17